Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2022030389

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Lögð fram fundargerð 222. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsett 2. mars 2022.
Bæjarráð tekur undir bókun heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra um að Akureyrarbær ætti að kanna hvort fært er að koma á samstarfi um rekstur dýraathvarfs í heppilegu húsnæði, enda um að ræða þarfa þjónustu að ræða og varðar skyldur og þjónustu sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3776. fundur - 04.08.2022

Lagðar fram fundargerðir 224. og 225. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsettar 11. maí og 30. júní 2022
Bæjarráð vísar 2. lið í fundargerð 225. fundar til umhverfis- og mannvirkjasviðs og liðnum önnur mál til þjónustu- og skipulagssviðs. Bæjarráð þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra Alfreð Schiöth fyrir vel unnin störf.


Bæjarráð - 3788. fundur - 17.11.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 226. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 2. nóvember 2022.

Bæjarráð - 3800. fundur - 02.03.2023

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 227. fundar og 228. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettar 14. desember 2022 og 20. febrúar 2023.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Í fundargerðum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands rímar margt við umræður á bæjarstjórnarfundi þann 21. júní síðastliðinn um umgengni á lóðum í bæjarlandinu. Þar samþykkti bæjarstjórnin eftirfarandi bókun með öllum atkvæðum: Bæjarstjórn felur umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss í umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og leggja hana að nýju fyrir bæjarstjórn. Þessi vinna hefur ekki farið fram né hefur þessi bókun verið tekin fyrir í umhverfis- og mannvirkjaráði. Bæjarfulltrúi B-lista, Sunna Hlín, bókaði eftirfarandi tillögu í vinnu við starfsáætlun skipulagsráðs þann 14. sept. síðastliðinn: 1: Bæjarfulltrúi leggur til að farið verði í átak í skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu. 2: Bæjarfulltrúi leggur til að unnið verði að því að lóðarhafar virði lóðarmörk sín og geymi ekki tæki og tól utan lóðarmarka. 3: Bæjarfulltrúi leggur fram þá tillögu að farið verði í skoðun á því að koma upp sérstöku geymslusvæði. Á svæðinu mætti einnig koma fyrir númeralausum bílum og öðru lauslegu dóti sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands sinnir eftirliti með. Þessar tillögur rötuðu inn í starfsáætlun sem er vel en til að þoka málum áfram þá gerum við það að tillögu okkar að haldinn verði sameiginlegur fundur með umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands þar sem næstu skref verða rædd.

Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að koma á sameiginlegum fundi með umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra þar sem næstu skref í ofangreindum málum verða rædd.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:

Nauðsynlegt er að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr svifryksmengun, enda með öllu óásættanlegt að svifryksmengun fari ítrekað yfir heilsuverndarmörk. Þrátt fyrir að jákvætt sé að fjárfesta í fleiri svifryksmælum, þá gefur það auga leið að þeir draga ekki úr menguninni sjálfri. Þá er miður að formleg starfsáætlun Umhverfis- og mannvirkjaráðs fyrir árið liggi enn ekki fyrir, en að sjálfsögðu ætti átak gegn svifryki að vera hluti af starfsáætlun ársins. Þá er vægast sagt sérstakt að niðurstöður úr svifrykssýnum sem tekin voru fyrir tveimur árum í því skyni að greina uppruna svifryks liggi ekki enn fyrir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 135. fundur - 21.03.2023

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur á 228. fundi sínum dagsettum 15. febrúar 2023 tekið fyrir aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn hávaða vegna kvartana um umferðarhávaða í íbúðarhúsum á Akureyri. Nefndin beinir þeirri fyrirspurn til Akureyrarbæjar og eftir atvikum Vegagerðarinnar til hvaða aðgerða hefur verið gripið frá árinu 2015 til þess að draga úr umferðarhávaða á Akureyri og hvaða árangri þær aðgerðir hafi skilað.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að taka saman drög að svari við erindinu og kynna fyrir ráðinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 136. fundur - 28.03.2023

Tekin fyrir bókun heilbrigðisnefndar úr fundargerð 227 - svifryk.

Nefndin bendir á að ástandið í haust hefur verið óviðunandi og kallar eftir því hvort og þá til hvaða aðgerða sveitarfélagið ætlar að grípa, til þess að ráðast að rótum vandans. Að mati nefndarinnar fæst gleggri mynd af ástandinu með fjölgun mæla, en sú fjölgun ein og sér leysir ekki þann vanda sem um ræðir. Brýnt er að mati nefndarinnar að ljúka vinnu við greiningu á uppruna svifryks og að í því skyni verði tekin ný sýni og send til rannsóknar, til að fá sem réttasta mynd af ástandinu og orsökum þess.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að aðgerðaráætlun og verklagsreglur vegna svifryks verði endurskoðaðar meðal annars með tilliti til bókunar bæjarstjórnar frá 7. febrúar 2023 varðandi nýtingu heimilda í umferðarlögum. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að farið verði í árvekniátak sem höfðar til þátttöku bæjarbúa í aðgerðum gegn svifryki.

Bæjarráð - 3810. fundur - 25.05.2023

Lagðar fram til kynningar bókanir í fundargerð 229. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettri 3. maí sl. varðandi umferðarhávaða og svifryk.
Bæjarráð vísar bókununum til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð - 3811. fundur - 01.06.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 3. maí 2023.
Bæjarráð vísar 3. og 5. lið í fundargerð heilbrigðisnefndar til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. maí 2023:

Lagðar fram til kynningar bókanir í fundargerð 229. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettri 3. maí sl. varðandi umferðarhávaða og svifryk.

Bæjarráð vísar bókununum til umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Afgreiðslu frestað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 141. fundur - 20.06.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. maí 2023:

Lagðar fram til kynningar bókanir í fundargerð 229. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettri 3. maí sl. varðandi umferðarhávaða og svifryk. Bæjarráð vísar bókununum til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að svara bókunum efnislega út frá umræðum á fundinum og óskar eftir því að lagðar verði fram tillögur í haust að uppfærðum áætlunum í aðgerðum gegn svifryki og umferðarhávaða.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 142. fundur - 04.07.2023

Lögð fram skýrsla dagsett 1. júní 2023 á rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar á upprunagreiningu svifryks á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir skýrsluna og þær mikilvægu upplýsingar sem þar koma fram. Staðfest er að bílaumferð er meginorsakavaldur svifryksmengunar á Akureyri og hátt hlutfall malbiks í svifryki er áhyggjuefni. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að hraða endurskoðun á verklagsreglum gegn svifryki og að þær liggi fyrir í september í samvinnu við Vegagerðina og Heilbrigðiseftirlitið. Vísað er til Heilbrigðiseftirlitsins að endurskoða viðbragðsáætlun frá 2020 og gera hana sýnilegri á heimasíðunni.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 28. júní 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa lið 10, önnur mál, til skipulagsráðs.

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 20. september 2023.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Tekin fyrir bókun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá fundi nr. 231 þann 26. september 2023 varðandi svifryksmælingar. Einnig lögð fram viðbragðsáætlun til að bæta loftgæði utandyra.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að endurskoða verklagsreglur vegna loftmengunar og byggja á viðbragðsáætlun til að bæta loftgæði utandyra frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Tekin fyrir bókun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá fundi nr. 231 þann 26. september 2023 varðandi umferðarhávaða í bæjarlandinu. Einnig lögð fram útgáfa 2 af tímaáætlun á kortlagningu umferðarhávaða.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að taka saman minnisblað með aðgerðum gegn hávaða á grundvelli aðgerðaáætlunar gegn hávaða á árunum 2018-2023.
Þórhallur Harðarson D-lista vék af fundi kl. 10:48.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Lögð fram útgáfa 2 af tímaáætlun á kortlagningu umferðarhávaða og drög að samningi um samstarf vegna kortlagningar hávaða milli Umhverfisstofnunar, Akureyrarbæjar og annarra sveitarfélaga.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og samþykkir samninginn.

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 15. nóvember 2023, þar með talin sérstök bókun sem gerð var á fundinum um svifryk á Akureyri. Einnig lögð fram bókun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi vegna skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur bókun Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra vegna svifryks alvarlega og leggur áherslu á að brugðist sé við þeim. Bæjarráð telur mikilvægt að bæta við áreiðanlegum svifryksmælum og flýta endurskoðun á verklagsreglum vegna loftmengunar. Bæjarráð vísar málinu áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 13. desember 2023

Bæjarráð - 3839. fundur - 22.02.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 234. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra ásamt bókun um svifryk á Akureyri, dagsett 7. febrúar 2024.

Bæjarráð - 3848. fundur - 08.05.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 235. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, dagsett 24. apríl 2024.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 26. júní 2024.

Bæjarráð - 3863. fundur - 26.09.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 18. september 2024.

Bæjarráð - 3867. fundur - 31.10.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 16. október sl.

Bæjarráð - 3874. fundur - 19.12.2024

Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 5. desember sl.