Tekin fyrir bókun heilbrigðisnefndar úr fundargerð 227 - svifryk.
Nefndin bendir á að ástandið í haust hefur verið óviðunandi og kallar eftir því hvort og þá til hvaða aðgerða sveitarfélagið ætlar að grípa, til þess að ráðast að rótum vandans. Að mati nefndarinnar fæst gleggri mynd af ástandinu með fjölgun mæla, en sú fjölgun ein og sér leysir ekki þann vanda sem um ræðir. Brýnt er að mati nefndarinnar að ljúka vinnu við greiningu á uppruna svifryks og að í því skyni verði tekin ný sýni og send til rannsóknar, til að fá sem réttasta mynd af ástandinu og orsökum þess.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.