Umhverfis- og mannvirkjaráð

136. fundur 28. mars 2023 kl. 08:15 - 11:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Ingimar Eydal
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Ingimar Eydal B-lista mætti í fjarveru Gunnars Más Gunnarssonar.

1.Hlíðarfjall - vélageymsla

Málsnúmer 2022110166Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 23. mars 2023 varðandi opnun tilboða í nýbyggingu vélageymslu í Hlíðarfjalli og tilfærslu á húsinu.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda frá Slippnum Akureyri ehf. að upphæð kr. 116.116.044.

2.Hafnarstræti 16 - þjónustuíbúðir

Málsnúmer 2023031370Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. mars 2023 varðandi opnun tilboða í framkvæmdir við þjónustuíbúðir í Hafnarstræti 16.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda frá HHS verktökum ehf. að upphæð kr. 364.998.470 með fyrirvara um að framlögð tilboðsgögn uppfylli skilyrði útboðs.

3.Búnaðarkaup UMSA 2023

Málsnúmer 2023031372Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2023 varðandi beiðni um fjárveitingu úr búnaðarsjóði UMSA vegna búnaðarkaupa í Hof.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að búnaðarkaup í Hof verði tekin af liðnum Hof búnaðarkaup í framkvæmdaáætlun að upphæð kr. 17.053.031 enda rúmast það innan áætlunar. Ráðið samþykkir að farið verði í að útbúa gögn vegna útboðs á hljóðkerfi og verði það kynnt ráðinu þegar gögnin eru tilbúin.

4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer

Á 133 fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs var tekin fyrir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem lá fyrir á vefsíðu Akureyrarbæjar. Umsagnarfrestur um áætlunina rennur út 31. mars 2023.

https://www.akureyri.is/is/auglysingar/svaedisaaetlun-um-medhondlun-urgangs-a-nordurlandi

Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður SSNE og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera athugasemdir við aðgerðaáætlun miðað við umræður á fundinum.

5.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Tekin fyrir bókun heilbrigðisnefndar úr fundargerð 227 - svifryk.

Nefndin bendir á að ástandið í haust hefur verið óviðunandi og kallar eftir því hvort og þá til hvaða aðgerða sveitarfélagið ætlar að grípa, til þess að ráðast að rótum vandans. Að mati nefndarinnar fæst gleggri mynd af ástandinu með fjölgun mæla, en sú fjölgun ein og sér leysir ekki þann vanda sem um ræðir. Brýnt er að mati nefndarinnar að ljúka vinnu við greiningu á uppruna svifryks og að í því skyni verði tekin ný sýni og send til rannsóknar, til að fá sem réttasta mynd af ástandinu og orsökum þess.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að aðgerðaráætlun og verklagsreglur vegna svifryks verði endurskoðaðar meðal annars með tilliti til bókunar bæjarstjórnar frá 7. febrúar 2023 varðandi nýtingu heimilda í umferðarlögum. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að farið verði í árvekniátak sem höfðar til þátttöku bæjarbúa í aðgerðum gegn svifryki.

6.Nýframkvæmdir umhverfismála 2023

Málsnúmer 2023031256Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í umhverfismálum og á opnum svæðum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir listann eins og hann er lagður fram en óskar eftir því til framtíðar að verkefni málaflokksins verði endurskoðuð eftir eðli og uppruna verkefna miðað við umræður á fundinum.

7.Óshólmanefnd 2022 - 2026

Málsnúmer 2022080342Vakta málsnúmer

Minnisblöð um óshólmasvæðið frá 19. janúar 2022 og 19. ágúst 2022.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsfólki umhverfis- og mannvirkjasviðs að koma framlögðum minnisblöðum á framfæri við óshólmanefnd ásamt uppýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir á árinu.

Fundi slitið - kl. 11:15.