Bæjarráð

3800. fundur 02. mars 2023 kl. 08:15 - 11:49 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

1.Komur skemmtiferðaskipa 2023

Málsnúmer 2023021324Vakta málsnúmer

Umræða um komur skemmtiferðaskipa 2023 og áhrif á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri.

Sigurður Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Hulda Ringsted framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Jón Pálmi Óskarsson forstöðulæknir bráðalækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Inga Dís Sigurðardóttir formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands og Pétur Ólafsson hafnarstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar gestum fyrir komuna á fundinn og að vekja athygli á áhyggjum stjórnenda SAk vegna þess sérstaka álags sem skapast vegna komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum í sumar. Mikilvægt er að Akureyrarbær og Hafnasamlag Norðurlands taki þátt í þeirri samvinnu og samhæfingu sem þarf til að tryggja bæði öfluga heilbrigðisþjónustu og örugga móttöku ferðamanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

2.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2022

Málsnúmer 2023020452Vakta málsnúmer

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti niðurstöður könnunarinnar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Matthíasi fyrir kynninguna.

Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum í könnuninni fyrir mikilvægt framlag. Bæjarráð beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu og felur starfsfólki þjónustu- og skipulagssviðs að koma könnuninni á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Áhyggjuefni er að sjá dvínandi ánægju bæjarbúa með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins. Við teljum mikilvægt að greina sérstaklega þá niðurstöðu með það að markmiði að stuðla að úrbótum og aukinni ánægju, enda um mikilvæga grunnþjónustu að ræða.
Fylgiskjöl:

3.SSNE - næstu skref vegna líforkuvers - drög að viljayfirlýsingu

Málsnúmer 2023021295Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir frakmvæmdastjóri SSNE sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu.

4.Eining-Iðja - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020010351Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasamband Íslands fyrir hönd Einingar-Iðju.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.

5.Kjarasamningur við Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna vegna stjórnenda

Málsnúmer 2022061679Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna stjórnenda.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.

6.Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020040007Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.

7.Sjúkraliðafélag Íslands - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020030208Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Sjúkraliðafélag Íslands.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.

8.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar 2023

Málsnúmer 2023021311Vakta málsnúmer

Umfjöllun um fyrirkomulag veitingar jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar 2023.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði viðurkenning vegna mannréttindamála og að hún kallist mannréttindaviðurkenning í stað jafnréttisviðurkenningar áður.

Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs að auglýsa eftir tilnefningum.

9.Mannauðssvið - starfsáætlun 2023

Málsnúmer 2022090441Vakta málsnúmer

Umfjöllun um verkefni í starfsáætlun mannauðssviðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2023.

10.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku á fjársýslusviði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannuðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á útfærslu styttingar vinnuviku á fjársýslusviði með gildistíma frá 13. janúar 2023.

11.Menningarsjóður 2023 - styrkumsóknir

Málsnúmer 2023021339Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði 2023 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra. Alls bárust 54 umsóknir um verkefnastyrki, 6 umsóknir um samningsbundna styrki og 2 umsóknir um sumarstyrki ungs listafólks. Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 25.126.800 en veittir styrkir að upphæð kr. 5.540.000.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

12.Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2023020025Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Iðnaðarsafnsins á Akureyri.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Iðnaðarsafninu rekstrarstyrk að upphæð kr. 4.500.000 með það að markmiði að tryggja samfellu í starfsemi safnsins á meðan unnið er að sameiningu þess og Minjasafnsins á Akureyri og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að ganga frá samkomulagi þess efnis. Bæjarráð óskar eftir að niðurstaða viðræðna um sameiningu safnanna liggi fyrir eigi síðar en í maí næstkomandi. Jafnframt liggi þá fyrir áætlun um framkvæmd sameiningar verði hún niðurstaðan. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

13.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 227. fundar og 228. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettar 14. desember 2022 og 20. febrúar 2023.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Í fundargerðum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands rímar margt við umræður á bæjarstjórnarfundi þann 21. júní síðastliðinn um umgengni á lóðum í bæjarlandinu. Þar samþykkti bæjarstjórnin eftirfarandi bókun með öllum atkvæðum: Bæjarstjórn felur umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss í umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og leggja hana að nýju fyrir bæjarstjórn. Þessi vinna hefur ekki farið fram né hefur þessi bókun verið tekin fyrir í umhverfis- og mannvirkjaráði. Bæjarfulltrúi B-lista, Sunna Hlín, bókaði eftirfarandi tillögu í vinnu við starfsáætlun skipulagsráðs þann 14. sept. síðastliðinn: 1: Bæjarfulltrúi leggur til að farið verði í átak í skráningu á gámum og innheimtu stöðugjalds í sveitarfélaginu. 2: Bæjarfulltrúi leggur til að unnið verði að því að lóðarhafar virði lóðarmörk sín og geymi ekki tæki og tól utan lóðarmarka. 3: Bæjarfulltrúi leggur fram þá tillögu að farið verði í skoðun á því að koma upp sérstöku geymslusvæði. Á svæðinu mætti einnig koma fyrir númeralausum bílum og öðru lauslegu dóti sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands sinnir eftirliti með. Þessar tillögur rötuðu inn í starfsáætlun sem er vel en til að þoka málum áfram þá gerum við það að tillögu okkar að haldinn verði sameiginlegur fundur með umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands þar sem næstu skref verða rædd.

Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að koma á sameiginlegum fundi með umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra þar sem næstu skref í ofangreindum málum verða rædd.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:

Nauðsynlegt er að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr svifryksmengun, enda með öllu óásættanlegt að svifryksmengun fari ítrekað yfir heilsuverndarmörk. Þrátt fyrir að jákvætt sé að fjárfesta í fleiri svifryksmælum, þá gefur það auga leið að þeir draga ekki úr menguninni sjálfri. Þá er miður að formleg starfsáætlun Umhverfis- og mannvirkjaráðs fyrir árið liggi enn ekki fyrir, en að sjálfsögðu ætti átak gegn svifryki að vera hluti af starfsáætlun ársins. Þá er vægast sagt sérstakt að niðurstöður úr svifrykssýnum sem tekin voru fyrir tveimur árum í því skyni að greina uppruna svifryks liggi ekki enn fyrir.

14.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 282. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 24. janúar 2023.

Fundi slitið - kl. 11:49.