Bæjarráð

3839. fundur 22. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:25 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Bifreiðastæðasjóður - endurskoðun á samþykktum

Málsnúmer 2024011020Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lögð fram til samþykktar Samþykkt um bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samþykktina og vísar henni til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar samþykktinni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Lystigarður - salerni

Málsnúmer 2023060069Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 2. febrúar 2024 varðandi fjölgun salerna í Lystigarðinum á Akureyri.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur brýnt að bæta salernisaðstöðu í Lystigarðinum fyrir sumarið og vísar málinu til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

3.Gránufélagsgata 22-24 - sala á byggingarrétti

Málsnúmer 2024020416Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Nýtt deiliskipulag fyrir Gránufélagsgötu 22-24 var samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 16. janúar sl. og er mæliblað fyrir lóðirnar jafnframt tilbúið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðirnar verði auglýstar með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála, með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í ljósi þess að lengi hefur verið talað fyrir uppbyggingu á Oddeyrinni þá verði ekki strax hafin gjaldtaka á byggingaréttagjöldum þar, sem hvati til uppbyggingar.

Greidd atkvæði um tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og var hún felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sunnu Hlínar.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að lóðirnar Gránufélagsgata 22 og 24 verði boðnar út í samræmi við framlagða skilmála.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

4.Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsurás dagsettri 12. febrúar 2024:

Lagður fram til samþykktar samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andar leikanna.

Fjalar Ö. Úlfarsson formaður Andrésarnefndar Skíðafélags Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andar leikanna með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

5.Norður Akureyri - samkomulag um aðgang að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2024011462Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:

Lagt fram til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu og vísar málinu til fræðslu- og lýðheilsusviðs.

6.Forsetakosningar 1. júní 2024

Málsnúmer 2023050398Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. febrúar 2024 þar sem Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar leggur til fyrirkomulag forsetakosninga í sveitarfélaginu þann 1. júní nk.

Lagt er til að Akureyrarbæ verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að kjörstaður á Akureyri verði í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, einn í Hrísey og einn í Grímsey.

Þá leggur kjörstjórn til að kjörfundur standi frá kl. 9:00 til kl. 22:00 á Akureyri, Hrísey og Grímsey.
Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar.

7.Kynningarfundir Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2024 þar sem Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N boðar til kynningarfunda fyrir alla kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi ásamt Markaðsstofu Norðurlands, fulltrúa SSNV og SSNE til að hefja vinnu við framtíðarsýn í málefnum flugklasans.

8.Þjóðlendumál eyjar og sker

Málsnúmer 2024020610Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2024 frá óbyggðanefnd með upplýsingum til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna málið áfram.

9.Hafnasamlag Norðurlands 2024

Málsnúmer 2024020752Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 285. fundar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 14. febrúar 2024.

10.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerð 234. fundar

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 234. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra ásamt bókun um svifryk á Akureyri, dagsett 7. febrúar 2024.

11.Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 762003 greiðsla meðlags 112. mál

Málsnúmer 2024020725Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. febrúar 2024 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 762003 greiðsla meðlags 112. mál 2024.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0112.html

12.Tillaga til þingsályktunar um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd 96. mál

Málsnúmer 2024020726Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 14. febrúar 2024 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd 96. mál 2024.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/96/?ltg=154&mnr=96
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um málið.

13.Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum 115. mál

Málsnúmer 2024020911Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 16. febrúar 2024 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar og hjúkrunarrýmum, 115. mál 2024.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0115.html

Fundi slitið - kl. 10:25.