Málsnúmer 2023110385Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 29. apríl 2024:
Lagðar fram til samþykktar viðmiðunarreglur um frístundaheimili Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur og vísar þeim til umræðu og samþykktar í bæjarráði.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.