Bæjarráð

3863. fundur 26. september 2024 kl. 08:15 - 09:06 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2025 - fjársýslusvið, mannauðssvið og þjónustu- og skipulagssvið

Málsnúmer 2024091078Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir fjársýslusvið, mannauðssvið og þjónustu- og skipulagssvið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

2.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2022110691Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi Akureyrarbæjar, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis. Samkomulagið byggir á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið og þá sat Halla Björk Reynisdóttir formaður skipulagsráðs fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag og felur bæjarstjóra að undirrita það.

3.Erindi til sveitarfélaga í Eyjafirði varðandi laxeldi í firðinum

Málsnúmer 2024090991Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17. september 2024 frá Guðmundi Val Stefánssyni fyrir hönd Laxóss ehf. varðandi áform um fiskeldi í Eyjafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2024091182Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 20. september 2024 frá Val Rafni Halldórssyni f.h. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, miðvikudaginn 9. október kl. 11:30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

5.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2024

Málsnúmer 2024091206Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá innviðaráðuneytinu dagsett 20. september 2024 þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.

6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 18. september 2024.

7.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2024091191Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir 2025 sem samþykkt var á 237. fundi heilbrigðisnefndar 18. september 2024.

Fundi slitið - kl. 09:06.