Málsnúmer 2023040413Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. desember 2023:
Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi gerð brunaflóttastiga við Ráðhúsið á Akureyri.
Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði frá lægstbjóðanda Vélsmiðju Steindórs í brunastigann að upphæð kr. 19.278.578. Heildarkostnaðaráætlun fyrir verkið er kr. 35 milljónir og óskar umhverfis- og mannvirkjaráð eftir því við bæjarráð að áætlun fyrir verkefnið verði færð frá árinu 2023 til 2024.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:
Við viljum benda á þá ósanngirni í tekjuafsláttarkerfi sveitarfélagsins að tekjulitlir einstaklingar sem eru elli- og örorkulífeyrisþegar mega hafa talsvert hærri árstekjur en einstaklingur með barn á leikskóla má hafa til að fá skilgreindan fullan afslátt af gjöldum. Við samþykkjum þessar reglur, en teljum sanngjarnt að hækkuð verði tekjuviðmið einstaklinga með börn á leikskóla a.m.k. til jafns við þessar reglur.