Bæjarráð

3833. fundur 11. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:54 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fasteignagjöld 2024 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2023111108Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við viljum benda á þá ósanngirni í tekjuafsláttarkerfi sveitarfélagsins að tekjulitlir einstaklingar sem eru elli- og örorkulífeyrisþegar mega hafa talsvert hærri árstekjur en einstaklingur með barn á leikskóla má hafa til að fá skilgreindan fullan afslátt af gjöldum. Við samþykkjum þessar reglur, en teljum sanngjarnt að hækkuð verði tekjuviðmið einstaklinga með börn á leikskóla a.m.k. til jafns við þessar reglur.

2.Eignakaup vegna skipulags 2023

Málsnúmer 2023090513Vakta málsnúmer

Lagt fram til samþykktar kauptilboð í eignina Jötunfell.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í eignina Jötunfell og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá kaupunum. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

3.Ráðhús - viðhaldsáætlun

Málsnúmer 2023040413Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. desember 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi gerð brunaflóttastiga við Ráðhúsið á Akureyri.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði frá lægstbjóðanda Vélsmiðju Steindórs í brunastigann að upphæð kr. 19.278.578. Heildarkostnaðaráætlun fyrir verkið er kr. 35 milljónir og óskar umhverfis- og mannvirkjaráð eftir því við bæjarráð að áætlun fyrir verkefnið verði færð frá árinu 2023 til 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að færa framkvæmd við brunastiga Ráðhúss frá árinu 2023 til ársins 2024 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

4.Erindi frá SSNE vegna viðbyggingar við VMA

Málsnúmer 2023121684Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2023 frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar vegna viðbyggingar við Verkmenntaskólann á Akureyri. Lagt fram minnisblað Framkvæmdasýslunnar - ríkiseigna dagsett 17. nóvember 2023 varðandi stækkun fjögurra starfsnámsskóla, þar á meðal VMA. Einnig eru lögð fram drög að samningi mennta- og barnamálaráðuneytisins og sveitarfélaga við Eyjafjörð um verkefnið, þar með talið kostnaðarskiptingu og eignarhlutföll nýbygginga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir samning við mennta- og barnamálaráðuneytið við sveitarfélögin við Eyjafjörð vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri.

5.Gatnagerðargjöld 2024

Málsnúmer 2024010363Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda verði samþykkt með fyrirvara um lagfæringar á 7. gr. til samræmis við umræður á fundi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

6.Blöndulína 3 - samninganefnd

Málsnúmer 2024010342Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 12. desember 2023 frá Landsneti þar sem óskað er eftir því að stofnuð verði samninganefnd vegna Blöndulínu 3.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa, Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa og Pétur Inga Haraldsson skipulagsfulltrúa í samninganefndina fyrir hönd bæjarins.

7.Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Hrísey

Málsnúmer 2022110842Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 18. desember 2023:

Lögð fram drög að reglum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

8.Barnamenningarhátíð 2024

Málsnúmer 2024010431Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa úr bæjarráði í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri, samkvæmt verklagsreglum um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð. Bæjarráð skipar einn fulltrúa úr sínum röðum og einn fulltrúa með reynslu og þekkingu af menningarstarfi.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Heimi Örn Árnason bæjarfulltrúa og Snorra Björnsson kennara við VMA í fagráð Barnamenningarhátíðar.

9.Starfslaun listamanna 2024

Málsnúmer 2024010440Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um skipun í faghóp starfslauna listamanna fyrir árið 2024. Hlutverk faghóps um starfslaun listamanna er að vera bæjarráði til ráðgjafar um val á listamanni sem hlýtur starfslaun listamanns í ár eða verður bæjarlistamaður eins og það er kallað í daglegu tali.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Daníel Þorsteinsson tónskáld, Rósu Kristínu Júlíusdóttur myndlistarmann og Finn Friðriksson dósent við HA og málfræðing í faghóp starfslauna listamanna.

10.Viðurkenningar Húsverndarsjóðs og byggingarlistaverðlaun 2024

Málsnúmer 2024010439Vakta málsnúmer

Skipun fulltrúa í faghóp um byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar. Samkvæmt verklagsreglum um verðlaunin þá skipar bæjarráð tvo fulltrúa í hópinn sem þar sitja ásamt byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Ágúst Hafsteinsson arkitekt og Einar Sigþórsson arkitekt og verkefnastjóra skipulagsmála hjá Akureyrarbæ í faghópinn.

11.Rekstrar- og þjónustusamningar við aðildarfélög ÍBA 2024-2028

Málsnúmer 2023110398Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 8. janúar 2024:

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til afgreiðslu drög að rekstrar- og þjónustusamningum við aðildarfélög ÍBA sem eru að sjá um rekstur íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir drög að rekstrar- og þjónustusamningum við aðildarfélög ÍBA sem eru að sjá um rekstur íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar og vísar þeim til bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða rekstrar- og þjónustusamninga við aðildarfélög ÍBA.

12.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 13. desember 2023

13.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 15. desember 2023.

14.Frumvarp til laga um lagareldi

Málsnúmer 2023121655Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. desember 2023 frá SSNE þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um lagareldi er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur rennur út 10. janúar 2024.

15.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, 27. mál

Málsnúmer 2024010153Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 3. janúar 2024 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, 27. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er aðgengilegt á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0027.html

Fundi slitið - kl. 10:54.