Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer
Lögð fram endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.
Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.
Svæðisáætlunin tekur gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana. Að því loknu verða samráðsaðilar upplýstir um samþykkt áætlunarinnar og endanleg áætlun gerð aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og landshlutasamtakanna tveggja.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.