Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 16. febrúar sl.
1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. janúar 2017:
Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá bæjarráðs 8. desember 2016 en þá samþykkti bæjarráð að fela fjármálastjóra, forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli að vinna að frekari útfærslu á kostnaðaráætlun og vinna drög að samningi við Vini Hlíðarfjalls um kaup og uppsetningu á lyftu.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Mikil vinna hefur verið í gangi í aðgerðarhópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar og á meðan á þeirri vinnu stendur hefur íþróttaráð ekki heimild til að bæta í rekstur Hlíðarfjalls.
Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs.