Bæjarráð

3665. fundur 12. desember 2019 kl. 08:15 - 11:59 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2020

Málsnúmer 2019120139Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa gjaldskrám Akureyrarbæjar 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Álagning gjalda - útsvar 2020

Málsnúmer 2019120111Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2020 í Akureyrarbæ.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að útsvar verði 14,52% á árinu 2020 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

3.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2020

Málsnúmer 2019120113Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2020 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2019120113Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson ásamt Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020-2023 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

6.Afskriftir lána 2019

Málsnúmer 2014120067Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 4. desember 2019:

Lögð fram tillaga fjölskyldusviðs að afskriftum lána í fjárhagsaðstoð.

Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð að fjárhæð 1.634.379 krónur.

7.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2019 þar sem Geir Gíslason og Ingi Björnsson f.h. Vina Hlíðarfjalls óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um breytingar á samningum frá 2017 um byggingu og rekstur skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 31. október sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Hilda Jana Gísladóttir vakti máls á vanhæfi sínu í málinu. Var það samþykkt og vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að gengið verði til samninga við Vini Hlíðarfjalls um kaup á nýrri lyftu í Hlíðarfjalli. Með samningnum verði gert ráð fyrir að bærinn yfirtaki eignina við verklok í stað þess að leigja til næstu 15 ára eins og segir í uppbyggingarsamningi. Þessar breytingar á samningi eru til komnar vegna verulega aukins kostnaðar við uppsetningu lyftunnar. Vinir Hlíðarfjalls og Akureyrarbær munu leggja til aukin framlög og yrði hlutur bæjarins allt að 60 milljónum króna hærri en uppbyggingarsamningur gerði ráð fyrir auk meira vinnuframlags starfsmanna Hlíðarfjalls. Ekki er gert ráð fyrir að kostnaður Akureyrarbæjar til framtíðar verði meiri en í forsendum uppbyggingarsamningsins.

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að gera drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég ítreka bókun mína frá 2. mars 2017 um að ég telji ekki að þetta verkefni sé skynsamleg nýting á skattfé enda hefur það orðið augljósara eftir því sem tíminn líður og þá enn betur fyrr í dag þegar bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar fjárhagsáætlun með tillögum að aðhaldsaðgerðum í fræðslu- og forvarnarmálum.

8.Skógræktarfélag Eyfirðinga - samningur

Málsnúmer 2019090381Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2019 frá stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga þar sem óskað er eftir því að við gerð nýs þjónustusamnings bæjarins við félagið verði samningsfjárhæð endurskoðuð til hækkunar þar sem forsendur núgildandi samnings hafa breyst verulega á samningstímanum og ljóst er að mikil aukning hefur orðið á þjónustuumsvifum skógræktarsvæðanna samhliða aukinni notkun almennings og útbreiðslu skóganna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur ráðinu að leggja fram tillögu að samningi í samráði við bæjarstjóra.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:44.

9.Endurbætur á bílaplani Hjalteyrargötu 12 - styrkur

Málsnúmer 2019070147Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju beiðni Súlna Björgunarsveitar um að Akureyrarbær komi að framkvæmd við bílaplan við Hjalteyrargötu 12. Málið var áður á dagskrá ráðsins 15. ágúst sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að styrkja Súlur um 1,5 milljónir króna vegna framkvæmdanna sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.

10.Hafnarstræti 30 íb 0202 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2019120127Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um kaup á Hafnarstræti 30, íbúð 202.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð með 4 samhljóða atkvæðum.

11.Samþykkt fyrir bæjarráð - endurskoðun 2019

Málsnúmer 2019090151Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri samþykkt fyrir bæjarráð.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum framlögð drög að nýrri samþykkt fyrir ráðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Spítalavegur 11 Tónatröð - breytingar á húsnæði

Málsnúmer 2019100402Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2019 þar sem eigendur húsa við Tónatröð og Spítalaveg mótmæla fyrirhuguðum breytingum á húsi bæjarins við Spítalaveg 11 og krefjast þess að farið verði að gildandi deiliskipulagi fyrir áður nefndar götur.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að boða til fundar með íbúum til að fara yfir stöðu mála.

13.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010399Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 876. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. nóvember 2019.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

14.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál

Málsnúmer 2019120044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. desember 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0489.html

15.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar), 436. mál

Málsnúmer 2019120103Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. desember 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar), 436. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0600.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um málið.

Fundi slitið - kl. 11:59.