Málsnúmer 2016090161Vakta málsnúmer
Stjórnsýslubreytingar lagðar fram til kynningar.
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista bókaði eftirfarandi:
Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinna sinn 17. mars 2015, segir í 50. gr. um ráðning í æðstu stjórnunarstöður: „Bæjarstjóri, í umboði bæjarstjórnar og að fenginni umsögn viðkomandi fagnefnda, ræður embættismenn sem heyra beint undir hann í skipuriti svo og framkvæmdastjóra fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag sem eru í eigu bæjarsjóðs og veitir þeim lausn frá starfi.“
Í ljósi þessa ákvæðis geri ég alvarlega athugasemd við þá ákvörðun bæjarstjóra að leita ekki eftir umsögn íþróttaráðs við ráðningu í stöðu sviðsstjóra samfélagssviðs.