Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 28. ágúst 2019:
Áframhald umræðu um uppsetningu nýrrar lyftu í Hlíðarfjalli. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 14. ágúst sl.
Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli í tengslum við uppsetningu nýrrar stólalyftu. Um er að ræða framkvæmdir við að leggja háspennustreng að endastöð nýrrar lyftu að upphæð kr. 11.125.000 og kaup á aðgangsstýringarkerfi (hliðum) að upphæð kr. 4.000.000. Samtals kr. 15.125.000.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.