Stjórn Hlíðarfjalls

8. fundur 03. nóvember 2020 kl. 08:30 - 10:37 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Ingi Björnsson frá Vinum Hlíðarfjalls mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við stólalyftu.
Stjórn Hlíðarfjalls þakkar Inga fyrir veittar upplýsingar. Ljóst er að afhendingartími verður ekki fyrr en að lokinni öryggisúttekt sem erlendir sérfræðingar þurfa að framkvæma. Miðað við stöðuna vegna COVID verður afhending líklegast ekki fyrr en í byrjun árs 2021. Stjórnin felur starfsmönnum að lista upp öll þau atriði sem eftir er að framkvæma tengt uppsetningu lyftunnar samkvæmt samningi og hvar kostnaður við einstök atriði muni lenda, þ.e. á Vinum Hlíðarfjalls eða Akureyrarbæ.

2.Hlíðarfjall - fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2020090427Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2021 lögð fram til kynningar.
Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð felur stjórn Hlíðarfjalls starfsmönnum að;

- Leggja fram forgangslista varðandi endurnýjun á búnaði til næstu ára.

- Leggja fram tillögur að opnunartíma fyrir komandi vetur og mönnun því samhliða.

- Ræða við veitingaaðila varðandi "popup" helgar á komandi vetri.

- Útfæra fyrirkomulag á skíðakennslu.

3.Skíðafélag Akureyrar - samningur vegna aðstöðu

Málsnúmer 2019110186Vakta málsnúmer

Samningur við Skíðafélag Akureyrar lagður fram til samþykktar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar honum til bæjarráðs.

4.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040115Vakta málsnúmer

Erindi, annars vegar dagsett 21. október 2020 og hins vegar dagsett 26. október 2020 þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á stöngum að upphæð kr. 404.000 og eftir styrk vegna endurnýjunar á tímatökubúnaði að upphæð kr. 610.000.
Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

5.Beiðni um samstarf vegna sölu á lyftukortum í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2020100937Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dagsettur 30. október 2020 frá Höllu Haraldsdóttur markaðsstjóra Keahotels þar sem óskað er eftir samstarfi um sölu á lyftukortum í Hlíðarfjall.
Stjórn Hlíðarfjalls tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að útbúa drög að samkomulagi við áhugasama samstarfsaðila sem hyggjast selja upplifunarpakka til viðskiptavina.

Fundi slitið - kl. 10:37.