Stjórn Hlíðarfjalls

14. fundur 17. maí 2021 kl. 13:30 - 14:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður hlíðarfjalls
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - framtíðarstarfsemi og rekstur

Málsnúmer 2020061017Vakta málsnúmer

Útboðsgögn lögð fram til samþykktar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.

2.Vinir Hlíðarfjalls - samstarfssamningur

Málsnúmer 2018100361Vakta málsnúmer

Til umræðu samstarfssamningur Hlíðarfjalls og Vina Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmönnum að uppfæra samninginn út frá þeim umræðum sem voru á fundinum og leggja fyrir næsta fund stjórnar.

3.Hlíðarfjall - fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2020090427Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu fjóra mánuði ársins.

4.Sumaropnun í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2020050264Vakta málsnúmer

Ákvörðun um sumaropnun í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að opnunartími á stólalyftunni Fjarkanum, fyrir göngu- og hjólafólk, verði frá 15. júlí til 5. september og sem hér segir:

Fimmtudagar: 17:00 - 21:00

Föstudagar: 16:00 - 20:00

Laugardagar: 10:00 - 18:00

Sunnudagar: 10:00 - 16:00

5.Hlíðarfjall - rekstur

Málsnúmer 2019070527Vakta málsnúmer

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður fór yfir skíðaveturinn 2020 - 2021 og kynnti hugmyndir að byggingu geymsluskúra, nýjum tækjabúnaði ofl.

Einnig var til umræðu umferð snjósleða á svæðinu.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni Hlíðarfjalls og formanni stjórnar að ræða við forsvarsmenn vélsleðamanna.

6.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður gerði grein fyrir stöðu á skíðalyftunni og þeim kostnaði sem þarf að leggja í til að tryggja að stólar skemmist ekki í miklum vindi.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að fá verkfræðilega úttekt á þeirri lausn sem starfsmenn hafa lagt til.

7.Erindi vegna Scandinavian Cup 2022

Málsnúmer 2021050575Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2021 frá Kristrúnu Birgisdóttur og Ólafi Björnssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi vegna alþjóðlegs skíðagöngumóts sem haldið verður í Hlíðarfjalli 2022. Um er að ræða beiðni um framkvæmdaleyfi og fjármagn við uppbyggingu brauta og framkvæmdaleyfi fyrir klúbbhús.
Stjórn Hlíðarfjalls tekur vel í erindið sem snýr að uppbyggingu brauta og felur starfsmönnum að rýna fjárhagsáætlun og hvort kostnaður rúmist innan áætlunar.

8.Nova ehf. - leigusamningur vegna afnota af svæði í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2012020133Vakta málsnúmer

Lagðir fram til samþykktar samningar um fjarskiptabúnað í Hlíðarfjalli.

NOVA er að færa alla leigusamninga yfir í dótturfélag til að skilja á milli hýsingarreksturs og almenns reksturs. Samþykki þarf frá Akureyrarbæ sem leigusala.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir samningana og felur sviðsstjóra samfélagssviðs að undirrita þá.

Fundi slitið - kl. 14:45.