Frístundaráð

37. fundur 05. september 2018 kl. 11:30 - 14:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Aðstaða í sundlaug Akureyrar fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2018090002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2018, frá Friðriki Einarssyni f.h. notendaráðs fatlað fólks, þar sem notendaráð fatlaðs fólks óskar eftir því að fá að hitta frístundaráð og ræða málefni sundlauga bæjarins og aðstöðuna sem er í boði þar.

Á fundinn mættu Kristín Sigfúsdóttir og Jón Hlöðver Áskelsson frá notendaráði fatlaðs fólks.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlaugarinnar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar þeim Kristínu og Jóni Hlöðveri fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar. Frístundaráð felur sviðsstjóra og deildarstjóra íþróttamála að skoða hvernig hægt er að koma betur til móts við óskir fatlaðra sem vilja nýta sundlaugar bæjarins.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019

Málsnúmer 2018080857Vakta málsnúmer

Teknar fyrir tillögur forstöðumanna að gjaldskrám 2019.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu gjaldskrár Hlíðarfjalls og Sundlaugar Akureyrar er frestað til næsta fundar.

Viðar Valdimarsson fulltrúi M-lista leggur til breytingatillögu vegna gjaldskrár fyrir tómstundastarf í Víðilundi þannig að hún verði óbreytt og jafnframt verði kaffigjald í tómstundastarfi í Víðilundi og á Punktinum samræmt, 200 kr. Breytingatillagan er samþykkt með atkvæðum fulltrúa M og D-lista. Fulltrúar S, B og L-lista sitja hjá.

3.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 22. júlí 2018 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls varðandi kostnað og framkvæmdir við skíðaleiðir í tengslum við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.

4.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna alþjóðlegs skákmóts 2019

Málsnúmer 2018010366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2018 frá formanni Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna alþjóðlegs skákmóts vorið 2019.

Erindið var tekið fyrir á fundi frístundaráðs þann 22. mars sl. og þá var samþykkt að vísa erindinu til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

Afgreiðslu frestað.
Viðar Valdimarsson vék af fundi kl. 13:35

5.Frístundastyrkur / Tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2018 frá Reiðskólanum Ysta-Gerði þar sem óskað er eftir því að hægt verði að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeiðum reiðskólans.
Frístundaráð samþykkir að heimila Reiðskólanum Ysta-Gerði að taka á móti frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeiðum skólans.

6.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Stjórn Afrekssjóðs er skipuð af þremur fulltrúum ÍBA og tveimur fulltrúum frístundaráðs. Í framhaldi af skipun nýs frístundaráðs í vor þarf að skipa nýja fulltrúa frístundaráðs í stjórn Afrekssjóðs.
Frístundaráð samþykkir að skipa Hildi Betty Kristjánsdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur sem fulltrúa ráðsins í stjórn Afrekssjóðs.

7.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2015030173Vakta málsnúmer

Frístundaráð óskar eftir tilnefningum í stýrihóp Heilsueflandi samfélags.
Frístundaráð samþykkir að skipa Hildi Betty Kristjánsdóttur í stýrihóp Heilsueflandi samfélags.

8.Skíðasamband Íslands - samningur 2018

Málsnúmer 2012100006Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að áframhaldandi samstarfssamningi við Skíðasamband Íslands.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við þessi drög og felur deildarstjóra að klára samninginn og leggja fyrir næsta fund til samþykktar.

9.Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál 2018

Málsnúmer 2018090045Vakta málsnúmer

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Mosfellsbæ dagana 20. - 21. september nk. Yfirskrift fundarins er Ungt fólk og jafnréttismál.

Fundi slitið - kl. 14:00.