Bæjarráð

3718. fundur 04. mars 2021 kl. 08:15 - 11:02 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Atvinnuátak 18-25 ára sumarið 2021

Málsnúmer 2021030021Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag atvinnuátaks fyrir 18-25 ára sumarið 2021.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að tímafjöldi í atvinnuátaki 18-25 ára verði sá sami og undanfarin ár, 175 tímar á hvern starfsmann.

2.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Stólalyftu ehf. um greiðslur og afhendingu nýrrar stólalyftu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

3.Ósk um viðræður um Fallorku ehf.

Málsnúmer 2020090569Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2020 þar sem Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku hf. óskar eftir formlegum viðræðum við eigendur Fallorku ehf. um hugsanleg kaup á félaginu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki tímabært að ræða hugsanlega sölu og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

4.Lækjarvellir - lóð í Hörgársveit

Málsnúmer 2020040474Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Hörgársveitar og Akureyrarbæjar um landspildu úr landi Blómsturvalla við Lækjarvelli.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að selja Hörgársveit spildu úr landi Blómsturvalla, 11.248 fermetra að stærð, umhverfis lóðirnar nr. 2a og 2b við götuna Lækjarvelli í Hörgársveit sbr. framlögð drög að kaupsamningi. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að undirrita samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar og ganga frá öðrum skjölum og gögnum honum tengdum.

Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði á móti afgreiðslunni.

5.Hesjuvellir - verðmat

Málsnúmer 2020080024Vakta málsnúmer

Rætt um kaup á landspildu úr landi Hesjuvalla.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - endurskoðun samþykktar fyrir ráðin

Málsnúmer 2020020668Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir umsögnum hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar um drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir ráðin.

7.Glerárskóli - áskorun frá skólaráði vegna framkvæmda

Málsnúmer 2021030019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2021 frá skólaráði Glerárskóla þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til framkvæmda við skólann með það að markmiði að flýta þeim svo þeim verði lokið eigi síðar en árið 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar áskoruninni til gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2025.

8.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Heiðar Ásberg Atlason lögmaður fóru yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Heiðari fyrir komuna á fundinn.

9.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2021

Málsnúmer 2021011468Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 22. stjórnarfundar SSNE dagsett 22. febrúar 2021.

Fundargerðir stjórnarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun stjórnar SSNE um tilllögu að aðgerð í Byggðaáætlun:

"Almennt verði gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem

tilnefndir eru í stjórnir, ráð og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins".

10.Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum (sala á framleiðslustað), 504. mál

Málsnúmer 2021020884Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. febrúar 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum (sala á framleiðslustað), 504. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0850.html

11.Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80 2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir), 137. mál

Málsnúmer 2021020886Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. febrúar 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir), 137. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0138.html

12.Frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál

Málsnúmer 2021023058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. febrúar 2021 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0189.html

13.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91 2008 (kristinfræðikennsla), 141. mál

Málsnúmer 2021023061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 23. febrúar 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla), 141. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0142.html

14.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál

Málsnúmer 2021023101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 23. febrúar 2021 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0141.html

15.Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál

Málsnúmer 2021023081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 23. febrúar 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0855.html

16.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál

Málsnúmer 2021023202Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. febrúar 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0771.html

Fundi slitið - kl. 11:02.