Stjórn Hlíðarfjalls

10. fundur 21. janúar 2021 kl. 14:30 - 16:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður hlíðarfjalls
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040115Vakta málsnúmer

Erindi, annars vegar dagsett 21. október 2020 og hins vegar dagsett 26. október 2020 þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á stöngum að upphæð kr. 404.000 og eftir styrk vegna endurnýjunar á tímatökubúnaði að upphæð kr. 610.000.

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 3. nóvember var erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2021.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir erindin.

2.Hlíðarfjall - fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2020090427Vakta málsnúmer

Farið yfir forgangslista forstöðumanns varðandi endurnýjun á búnaði og mönnunaráætlun.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að þriggja tíma kort verði seld á verði tveggja tíma korta fram til 17. febrúar nk. þegar ný reglugerð v/COVID-19 tekur gildi.

Stjórnin óskar eftir að fjárhagsáætlun 2021 verði uppfærð þar sem forsendur hennar hafa breyst mjög mikið.

3.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar gerði grein fyrir fundi sem hún og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs áttu með fulltrúum Vina Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls óskar eftir að tekinn verði saman kostnaður sem fallið hefur á Akureyrarbæ vegna uppsetningar lyftunnar og rekstraráætlun verði yfirfarin.

4.Hlíðarfjall - rekstur 2020

Málsnúmer 2020020385Vakta málsnúmer

Lagt fram 11 mánaða uppgjör.

Fundi slitið - kl. 16:40.