Frístundaráð

66. fundur 06. nóvember 2019 kl. 12:00 - 14:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Myndlistaskólinn á Akureyri - námskeið haustið 2019

Málsnúmer 2019090263Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 19. september 2019 var 1. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 12. september vísað til umsagnar í fræðsluráði og frístundaráði.

Helgi Vilberg Hermannsson og Soffía Sævarsdóttir ræddu myndlistakennslu á Akureyri og vildu heyra hugmyndir bæjarstjórnar um myndlistarnám barna og unglinga. Óska þau eftir aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri Myndlistaskólans á Akureyri vegna námskeiða fyrir börn og unglinga.



Í skýrslu starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi frá því í ágúst 2019 segir um listnám barna og ungmenna:



a) Á yfirstandandi ári verði gerðar tilraunir með aukið framboð í listnámi barna í tengslum við verkefnið „samfelldur skóladagur barna í 1.- 4. bekk“ sem nú er að fara af stað. Starfsmenn á fræðslusviði og samfélagssviði og ungmennaráð vinni með verkefnisstjóra samfellds vinnudags að undirbúningi og hugmyndavinnu um fyrirkomulag aukins framboðs á listnámi fyrir börn.



Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð styður ofangreinda tillögu og leggur til að fjármunum til listnáms barna og ungmenna verði varið í eflingu listnáms í verkefninu um samfelldan vinnudag barna í 1.- 4. bekk.

2.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Endurskoðuð samþykkt fyrir ungmennaráð var tekin fyrir í bæjarráði þann 10. október sl. Bæjarráð vísaði samþykktinni aftur til ungmennaráðs og frístundaráðs með þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.

Ungmennaráð hefur tekið erindisbréfið til endurskoðunar.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn og gerði grein fyrir breytingum á samþykktinni.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við breytingarnar og vísar samþykktinni til bæjarráðs.

3.Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra 2019

Málsnúmer 2019060146Vakta málsnúmer

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnsvæns sveitarfélags gerði grein fyrir málþingi ungmenna á Norðurlandi eystra sem fyrirhugað er að halda á næstunni.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

4.Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2019020227Vakta málsnúmer

Frístundaráð samþykkti á fundi sínum 6. mars 2019 að óska eftir því við bæjarráð að skipaður yrði starfshópur sem m.a. hafi það hlutverk að greina gróflega stofn- og rekstrarkostnað við helstu framtíðar íþróttamannvirki. Bæjarráð samþykkti skipan hópsins á fundi sínum 14. mars 2019.

Starfshópurinn hefur lokið sínum störfum og leggur fram skýrslu hópsins um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Geir Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu og vísar henni til bæjarráðs. Jafnframt er deildarstjóra íþróttamála falið að boða til kynningarfundar með íþróttahreyfingunni mánudaginn 11. nóvember nk.

5.Fimleikafélag Akureyrar - ársreikningur 2018

Málsnúmer 2019100356Vakta málsnúmer

Ársreikningur FIMAK 2018 og fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.

Guðmundur Karl Jónsson varamformaður FIMAK og Ólöf Línberg Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri FIMAK fóru yfir ársreikning félagsins og fjárhagslega stöðu þess.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Geir Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð hvetur stjórn FIMAK til að koma með hugmyndir að hagræðingu í rekstri félagsins til að mæta viðvarandi halla og með hvaða hætti félagið hyggst endurgreiða skuld þess við Akureyrarbæ.

6.Fimleikafélag Akureyrar - óskir til þess að auðvelda starf og rekstur félagsins

Málsnúmer 2019100355Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. október 2019 frá Ólöfu Línberg Kristjánsdóttur f.h. Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til atriða með tilliti til þess að auðvelda starf og rekstur FIMAK. Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 23. október sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að koma með tillögu að fyrirkomulagi er varðar bókanir, útleigu og þrif á fimleikasalnum en getur ekki komið til móts við aðrar óskir félagsins er varðar umsjón með salnum, fundaraðstöðu og endurgreiðslu á frístundastyrk.

7.Golfklúbbur Akureyrar - véla- og tækjakaup 2019

Málsnúmer 2019060097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2019 frá framkvæmdarstjóra GA þar sem óskað er eftir styrkveitingu að upphæð kr. 4.250.000 vegna endurnýjunar á véla- og tækjabúnaði félagsins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.



Erindið var tekið fyrir á fundi frístundaráðs þann 21. júní sl. og bókaði þá eftirfarandi: "Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins en mun taka erindið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2020."

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Viðar Valdimarsson fulltrúi M-lista lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 4.000.000 úr búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs á árinu 2020 til handa GA.

8.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Til umræðu staða framkvæmda við nýja skíðalyftu.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við uppsetningu lyftunar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir upplýsingum um hver kostnaður Akureyrarbæjar við uppsetningu lyftunnar sé orðinn.

9.Frístund

Málsnúmer 2017050214Vakta málsnúmer

Til umræðu starfsemi frístundar í tengslum við verkefnið samfelldur vinnudagur barna.

Frístundaráð óskar eftir áliti fræðsluráðs á þeirri hugmynd að umsjón með frístund verði færð frá fræðslusviði yfir til samfélagssviðs.

10.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Frístundráð leggur áherslu á að yfirvinna skuli vera innan áætlunar.

Fundi slitið - kl. 14:45.