Mynd af heimasíðu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum ný aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026.
Aðgerðaáætlunin byggir á samnefndri stefnu sem var samþykkt af bæjarstjórn árið 2022 en meginmarkmið stefnunnar eru að ná að lágmarki kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. Það eru háleit markmið sem þarfnast róttækra og beinskreyttra aðgerða.
Þar sem þróun loftslagsmála er hröð er aðgerðaáætlunin sem fylgir stefnunni aðeins til þriggja ára og mikilvægt að endurskoða allar tímasetningar reglulega til að ná settum markmiðum. Í áætluninni er gerð ítarleg grein fyrir 47 tölusettum aðgerðum Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum 2024-2026.
Vefsvæði aðgerðaráætlunarinnar.