Viltu leggja þitt af mörkum í þágu farsældar barna?

Stjórn SAMTAKA, foreldrafélaganna á Akureyri, og Heimili og skóli bjóða foreldrum og forsjáraðilum barna og ungmenna að taka þátt í vinnustofu við gerð Farsældarsáttmála. Á vinnustofunni gefst foreldrum kostur á að leggja sitt af mörkum til að stuðla að farsæld barna í sveitarfélaginu og efla samstöðu þeirra sem að málum barna og ungmenna koma.

Vinnustofurnar eru þrjár og geta foreldrar valið hvaða vinnustofu þeir sækja því allar eru þær eins upp byggðar:

30. október frá kl. 18.30-20.30 (skráning: https://www.facebook.com/events/325233883443423/325233896776755)
31. október frá kl. 18.30-20.30 (skráning: https://www.facebook.com/events/325233883443423/325233893443422)
1. nóvember frá kl. 18.30-20.30 (skráning: https://www.facebook.com/events/325233883443423/325233886776756)

Óskað er eftir að fólk skrái sig til þátttöku. Vinnustofurnar verða haldnar í Verkmenntaskólanum á Akureyri og verða léttar veitingar í boði.

Frekari upplýsingar um Farsældarsáttmálann er að finna á heimasíðunni https://www.heimiliogskoli.is/farsaeldarsattmalinn.

Allir foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna á Akureyri eru hvattir til að mæta og leggja sitt af mörkum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan