Nýjum kafla bætt við umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Á fundi bæjarstjórnar 17. október sl. var samþykkt að bæta nýjum kafla við umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar fyrir árin 2022-2030.

Kaflinn ber yfirskriftina "Umgengni og stjórnsýsla" og fjallar um mikilvægi þess að tryggja góða ásýnd bæjarins og halda bæjarlandi, lóðum og athafnasvæðum snyrtilegum. Lögð er áhersla á að sveitarfélagið sýni gott fordæmi í umgengni við umhverfið og geri sambærilegar kröfur til verktaka og framkvæmdaaðila.

Þessi nýi kafli og aðrir kaflar umhverfis- og loftlagsstefnu sveitarfélagsins verða m.a. til umræðu á málþinginu "Á brún hengiflugsins?" sem haldið verður í Menningarhúsinu Hofi næsta laugardag. Skorað er á bæjarbúa að fjölmenna. Sjá nánar um málþingið á Facebook.

Umhverfis- og loftlagsstefna Akureyrarbæjar með nýja kaflanum um Umgengni og stjórnsýslu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan