Breyttur miðbær

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.

  • Miðbær Akureyrar - aðalskipulagsbreyting

Tillagan gerir ráð fyrir að tákn fyrir nýja strandlínu, útgrafið síki, verði fellt út. Miðbæjarsvæði 2.41.3 M austan Glerárgötu er stækkað lítillega til suðurs. Afmörkun hafnasvæðis 2.41.5 H er breytt. Legu Glerárgötu er breytt lítillega.

Uppdráttur
Umhverfisskýrsla
Breyting á 3. kafla greinargerðar 

Tillaga að deiliskipulagi:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.

  • Miðbær Akureyrar - deiliskipulagsbreyting

Viðfangsefni deiliskipulagsbreytingarinnar er að gera deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar og jaðarsvæði. Í tillögunni er miðbænum skipt í sex svæði og er gert ráð fyrir að nýbyggingar rísi á sumum þeirra.

Greinargerð
Uppdráttur
Skýringaruppdráttur
Lóðarmarkauppdráttur
Hljóðvist í miðbæ
Hljóðvist - kort
Umferðartalning og umferðarspár

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 22. febrúar til 6. apríl 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út sunnudaginn 6. apríl 2014 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

22. febrúar 2014
      Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan