Austursíða 2, 4 og 6
Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til lóðanna Austursíðu 2-6 sem eru hluti af AT7 í gildandi aðalskipulagi. Breytingin felur í sér að lóðirnar Austursíðu 2-6 eru teknar út úr AT7 og er búinn til nýr reitur fyrir þær sem er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði og fær skammstöfunina VÞ24. Eftir breytingu verður AT7 því 10,2 ha og nýi reiturinn VÞ24 verður 3,9 ha. Eftir breytingu verður heimilt að byggja 5 hæða hús með allt að 100 íbúðum á reitnum en þó með þeirri kvöð að alltaf sé verslun og þjónusta á jarðhæðum.
Skipulagslýsingu má nálgast hér og skipulagsuppdrátt ásamt greinargerð hér.
Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að koma ábendingum við skipulagstillöguna á framfæri er veittur til 28. nóvember 2024.