Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna frístundabyggðar við Búðargil

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna stækkunar frístundabyggðar við Búðargil, breytingu á deiliskipulagi Búðargils þar sem lóð frístundabyggðar er stækkuð og breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins þar sem skipulagsmörkum er breytt til samræmis við mörk deiliskipulags Búðargils.

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018

Stækkun á svæði fyrir frístundabyggð við Búðargil

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005–2018.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð 2.52.9 F stækki úr 2,5 í 2,7 ha til suðurs. Breytingar á deiliskipulögum Búðargils og Innbæjarins eru auglýstar samhliða.

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar - Tillaga

Breytingar á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögur að breytingum á deiliskipulögum. Breyting á aðalskipulagi er auglýst samhliða.

Breyting á deiliskipulagi Búðargils

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðin Sunnutröð 2 stækki til suðurs um 3.373 m2. Byggingarreitur D lengist til suðurs og heimilt verður að bæta við þremur frístundahúsum. Byggingarreitur B minnkar og bætt verður við bílastæðum.

Breyting á deiliskipulagi Búðargils - Tillaga

Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins

Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkun skipulagsins breytist til samræmis við skipulagsmörk Búðargils.

Breyting á deiliskipulagi Innbæjarins - Tillaga

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 29. apríl til 10. júní 2015 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru allar aðgengilegar hér að ofan.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 10. júní  2015 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

                                                  29. apríl 2015
                                                  Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan