Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar - Tillaga að nýju deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og nágrenni.

Skipulagssvæðið afmarkast af Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar. Markmið með deiliskipulaginu er að bæta yfirbragð Tryggvabrautar, auka umferðaröryggi og bæta samgöngur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, skilgreina uppbyggingu og framtíðarsýn fyrir svæðið ásamt því að skilgreina auknar byggingarheimildir á lóðum sem snúa að Tryggvabraut.

Deiliskipulagstillöguna má nálgast hér  og greinargerð hér . Einnig er hægt að nálgast gögnin hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 12. október til 28. nóvember 2022.

Hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum um skipulagstillögurnar á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til og með 28. nóvember 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan