Stofnstígur – breyting á deiliskipulagi Höepfnersbryggju

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 18. október 2022 breytingu á deiliskipulagi fyrir Höepfnersbryggju – Siglingaklúbbinn Nökkva í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan  felst í stækkun skipulagssvæðisins að sveitarfélagamörkum á Leirubrú. Gert er ráð fyrir aðskildum göngu- og hjólastíg meðfram Leiruvegi frá Drottningarbraut og út að sveitarfélagamörkum á Leirubrú, breytingu á landfyllingu og útivistarsvæði, fjórum áningarstöðum meðfram Leirustíg og tveimur nýjum bryggjum fyrir starfsemi Siglingaklúbbsins Nökkva.

Tillagan var auglýst frá 24. ágúst til 9. október 2022. Engar athugasemdir bárust. Í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar voru gerðar breytingar á deiliskipulagstillögunni eftir auglýsingu sem fólust í fækkun áningarstaða meðfram stofnstígnum úr sjö í fjóra.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulagstillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan