Samráðsfundur um skipulagsmál á Akureyri – uppbygging til framtíðar

Samráðsfundur um skipulagsmál á Akureyri og uppbyggingu bæjarins verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. í sal Lionsklúbbsins í Skipagötu 14, Alþýðuhúsinu kl. 14:00.

  • Setning fundarins og hugleiðing – Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyri
  • Áherslur skipulagsnefndar 2014-2018 – Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsnefndar
  • Fasteignamarkaðurinn á Akureyri, staða og horfur – Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi Capacent
  • Þróun fasteignamarkaðarins með augum fasteignasala – Arnar Guðmundsson, fasteignasali
  • Sunnudagsrúntur verktakans – Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi
  • Hvað er framundan – tækifæri til þéttingar byggðar – Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri

Fundurinn er öllum opinn og eru aðilar á byggingamarkaðnum, hönnuðir og fasteignasalar sérstaklega hvattir til að mæta.

26. nóvember 2014

Skipulagsstjóri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan