Nr. 439/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Jaðarsvöllur og tjaldsvæði við akstursíþróttasvæðið

Breyting á deiliskipulagi Jaðarsvallar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. maí 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Jaðarsvöll.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur nr. 1 við vélageymslu stækkar til norðurs.

Breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. maí 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir akstursíþrótta- og skotsvæðið á Glerárdal.
Breytingin felur m.a. í sér að 36.030 m² lóð fyrir tjaldsvæði og bílastæði er afmörkuð aust­ast á svæði Bílaklúbbs Akureyrar og verður hún nr. 5 við Hlíðarfjallsveg. Lóð bílaklúbbsins, Hlíðarfjallsvegur 11, minnkar að sama skapi.

Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 6. maí 2015,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 11. maí 2015

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan