Niðurstaða bæjarstjórnar í skipulagsmálum miðbæjar Akureyrar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. maí 2014 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar.

Tillögurnar voru auglýstar frá 26. febrúar til 6. apríl 2014 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn skipulagsnefndar.

Breytingar voru gerðar frá auglýstum tillögum, m.a. á umferðarhraða og bílastæðum við Glerárgötu og byggingaskilmálum fyrir einstaka hús.

Tillögurnar hafa verið sendar til Skipulagsstofnunar til yfirferðar. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt skipulaganna í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan