Niðurstaða bæjarstjórnar í skipulagsmálum

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 samþykkt eftirfarandi skipulagsmál:

Breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

  • Naustahverfi 3. áfangi, Hagar - Breytingin felur í sér færslu Naustabrautar og breytingu á stærðum íbúðasvæða, opinna svæða, stofnanasvæða og svæða fyrir verslun og þjónustu. Engin athugasemd barst.
  • Virkjun á Glerárdal, Glerárdalsvirkjun II – Breytingin gerir ráð fyrir inntakslóni Glerárvirkjunar II á Glerárdal. Engin athugasemd barst.

Ný deiliskipulög í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

  • Naustahverfi 3. áfangi, Hagar – Skipulagt er nýtt íbúðahverfi með sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðum ásamt lóðum fyrir þjónustu og verslun. Tvær athugasemdir bárust. Gerð var breyting frá auglýstri tillögu og hámarkshæð þriggja fjölbýlishúsa lækkuð.
  • Virkjun á Glerárdal – Skipulagið gerir ráð vatnsaflsvirkjun á Glerárdal. Engin athugasemd barst.
  • Hálönd, 2. áfangi, í landi Hlíðarenda – Skipulagið gerir m.a. ráð fyrir 36 lóðum fyrir frístundahús. Engin athugasemd barst.

Deiliskipulagsbreyting í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Naustahverfi, reitur 28 – Breytingin felur í sér breyttrar legu Naustabrautar. Engin athugasemd barst.

Þeim sem sendu athugasemdir á auglýsingatíma tillagnanna hefur verið send umsögn skipulagsnefndar.

Hægt er að kæra samþykkt sveitastjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsinga um samþykkt skipulaganna í B-deild Stjórnartíðinda

Erindin hafa verið send til Skipulagsstofnunar í samræmi við skipulagslög.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan