Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 samþykkt eftirfarandi skipulagsmál:
Breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
- Naustahverfi 3. áfangi, Hagar - Breytingin felur í sér færslu Naustabrautar og breytingu á stærðum íbúðasvæða, opinna
svæða, stofnanasvæða og svæða fyrir verslun og þjónustu. Engin athugasemd barst.
- Virkjun á Glerárdal, Glerárdalsvirkjun II – Breytingin gerir ráð fyrir inntakslóni Glerárvirkjunar II á Glerárdal. Engin
athugasemd barst.
Ný deiliskipulög í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
- Naustahverfi 3. áfangi, Hagar – Skipulagt er nýtt íbúðahverfi með sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðum
ásamt lóðum fyrir þjónustu og verslun. Tvær athugasemdir bárust. Gerð var breyting frá auglýstri tillögu og
hámarkshæð þriggja fjölbýlishúsa lækkuð.
- Virkjun á Glerárdal – Skipulagið gerir ráð vatnsaflsvirkjun á Glerárdal. Engin athugasemd barst.
- Hálönd, 2. áfangi, í landi Hlíðarenda – Skipulagið gerir m.a. ráð fyrir 36 lóðum fyrir frístundahús. Engin
athugasemd barst.
Deiliskipulagsbreyting í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Naustahverfi, reitur 28 – Breytingin felur í sér breyttrar legu Naustabrautar. Engin athugasemd barst.
Þeim sem sendu athugasemdir á auglýsingatíma tillagnanna hefur verið send umsögn skipulagsnefndar.
Hægt er að kæra samþykkt sveitastjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá
birtingu auglýsinga um samþykkt skipulaganna í B-deild Stjórnartíðinda
Erindin hafa verið send til Skipulagsstofnunar í samræmi við skipulagslög.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar