Hafnarstræti 16 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og breyting á deiliskipulagi Innbæjar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Breytingin nær til svæðis sunnan við Hafnarstræti 16, innan reita sem merktir eru ÍB1 og OP2 á gildandi aðalskipulagi. Breytingin felur í sér að íbúðasvæðið ÍB1 stækkar um 0,05 ha til suðurs og opið svæði OP2 minnkar á móti sem því nemur. Forsendur breytingarinnar eru stækkun íbúðakjarna á lóð Hafnarstrætis 16.

Samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 41. gr. skipulagslaga.

Deiliskipulagstillagan á við um lóðina Hafnarstræti 16. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðarinnar um rúmlega 500 m2 til suðurs, stækkun byggingarreits fyrir allt að 300 m2 viðbyggingu á einni hæð og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,158 í 0,27. Þá gerir tillagan grein fyrir bílastæðamálum og byggingarreit fyrir 30 m2 geymslubyggingu. Vegna minnkunar á opnu svæði sunnan við lóð Hafnarstrætis 16 mun leiksvæði á svæðinu skerðast. Til mótvægis mun leiksvæðið hinsvegar verða stækkað til austurs. Svæðið mun verða girt af og leiktækjum bætt við ásamt gróðri til að skapa hlýlega og aðlaðandi umgjörð um svæðið.

Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 má nálgast hér og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar hér . Einnig er hægt að nálgast gögnin hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 12. október til 28. nóvember 2022.

Tillögurnar munu jafnframt verða kynntar á opnu húsi í Ráðhúsi mánudaginn 24. október frá kl. 16-18.

Hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum um skipulagstillögurnar á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til og með 28. nóvember 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan