Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað, Hafnarstræti 80 og Glerárvirkjun II

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að deiliskipulagisbreytingu fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit og deiliskipulagsbreytingu fyrir Glerárvirkjun II.

Deiliskipulagsbreyting fyrir miðbæ – Drottningabrautrareit, Hafnarstræti 80

Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til lóðar nr. 80 við Hafnarstræti. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir lóðarstækkun og kvöð um gönguleið innan lóðar, breytingu á breidd kvista sem snúa að inngarði og að kjallari verði undir hluta hótels fyrir tækni- og stoðrými.

Hafnarstræti 80 - tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Deiliskipulagsbreyting fyrir Glerárvirkjun II – aðkomuvegur og aðrennslispípa

Skipulagssvæðið sem breytingum tekur nær til efsta hluta svæðisins frá inntaksstíflu og niður fyrir Byrgislæk. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir færslu aðrennslispípu til vesturs, aðkomuvegur fellur niður en þess í stað er gert ráð fyrir að stígur með breyttri legu verði einnig þjónustuvegur. Breidd stígsins fer úr 2,0 m í 3,5 m.

Glerárvirkjun II - tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 10. maí til 21. júní 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar gegnum hlekkina hér að ofan.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. júní og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

10. maí 2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan