Auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að deiliskipulagi fyrir Lögmannshlíð – kirkjugarð og deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ - Drottingarbrautarreit.

Deiliskipulag Lögmannshlíðar - kirkjugarðs

Skipulagssvæðið afmarkast af afgirtu svæði Lögmannshlíðarkirkjugarðs til austurs og vesturs, landamörkum við Hlíðarenda til suðurs og Lögmannshlíðarvegi til norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir þremur lóðum, aðkomu og bílastæðum auk þess sem framtíðar greftrunarsvæði er skipulagt.

Uppdráttur

Greinargerð

Fornleifaskráning

Deiliskipulagsbreyting fyrir miðbæ – Drottningarbrautarreit

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á lóðum 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú aukist hámarksfjöldi íbúða úr 12 í 16 í hverju húsi. Leyfður verður svalagangur á norðurhlið húsanna og lágmarksfjöldi bílastæða í bílgeymslum lækkar úr 20 í 16.

Uppdráttur og greinargerð

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 22. desember 2015 til 3. febrúar 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 3. febrúar 2016 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

                                                  22. desember 2015
                                                  Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan