Málsnúmer 2025031055Vakta málsnúmer
París Anna Bergmann Elvarsdóttir fjallaði um skólamat í grunnskólum og mikilvægi þess að allir nemendur hafi aðgang að næringarríkum og góðum mat. París benti á að á málþingi ungmenna í janúar sl. var eitt stærsta umræðuefnið skólamatur. Það þarf að auka fjölbreytni, bæta gæði matarins, hlusta á nemendur og taka tillit til þeirra og minnka matarsóun. Til þess að börn hafi kraft og getu til að læra og njóta skólagöngu sinnar verður að tryggja að þau fái mat sem þau vilja og geta borðað.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar, þakkaði fyrir að þetta mál væri sett á dagskrá. Bæjarfulltrúi vonaði að þetta mál yrði tekið alvarlega. Börnum með óþol má ekki líða eins og þeim sé gleymt. Það þarf að taka umræðuna alvarlega og hvatti Jana fræðslu- og lýðheilsuráð til að taka málið föstum tökum. Mikilvægt að taka gagnrýninni alvarlega og vinna með hana í framhaldinu.
Auk fulltrúa í ungmennaráði sátu fundinn bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jón Hjaltason, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.