Fríða Björg Tómasdóttir fjallaði um mikilvægi þess að setja upp handrið í Gilinu til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda. Gangstéttin ofar í gilinu er ekki með hita og því getur orðið hættulegt að fara þessa leið að vetri til. Fríða spurði hvort slíkt handrið hafi verið á áætlun bæjarins og ef já hvað varð um þá hugmynd. Handrið myndi auka öryggi vegfaranda og sem heilsueflandi samfélag ætti að tryggja að íbúar geti gengið um bæinn á öruggan hátt. Óskaði eftir því að slík handrið yrðu sett á framkvæmdaáætlun og að fjármagn verði tryggt.
Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir erindið og að vakin væri athygli á þessu máli. Halla Björk var búin að kanna málið fyrir fundinn og samkvæmt starfsfólki umhverfis- og mannvirkjasviðs þá hefur slíkt handrið ekki verið á áætlun en svo sannarlega tilefni til þess núna að koma þessu á áætlun. Sammála því að það þurfi að byrgja bruninn áður en barnið fellur í hann.
Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og vildi ræða hvað gerist næst. Misjafnt hefur verið hversu vel málum hefur verið fylgt eftir. Vildi leggja fram hugmynd um að þetta yrði gert öðruvísi núna. Í fyrsta lagi væri áhugavert að heyra frá ungmennaráði hvernig þau myndu forgangsraða þeim málefnum sem hefur verið fjallað um á fundinum. Hilda Jana myndi vilja leggja til að öllum málum nema kannski 2 að þegar þeim er vísað inn í viðeigandi ráð að það starfsfólk sem eru umsjónarmenn með þeim tiltekna málaflokki sem um ræðir (til dæmis matráðar um skólamat) þannig væri hægt að fá nánari útfærslu á hvað hlutirnir kosta og hvernig er hægt að breyta þeim. Finna út hvað hlutirnir kosta, til dæmis að hafa opið lengur í Hlíðarfjalli einn dag. Hægt að fá einhver viðbrögð frá þeim sem starfa til dæmis í félagsmiðstöðvum. Ef að ungmennaráð vill fá betri svör þá verður að breyta verklaginu. Vill reyna að ýta við því að fá einhverjar útfærslur, kostnaðarmat eða hugmyndir til þess að geta tekið samtalið áfram.