Íris Ósk Sverrisdóttir ræddi um einelti og ofbeldi meðal ungmenna og hvernig á að taka á þessum málum. Börn og ungmenni kvarta mikið yfir því að ekki er tekið almennilega á flestum málum sem tengjast einelti. Íris velti upp spurningunni hvernig við sem samfélag getum breytt þessu. Til dæmis væri hægt að gera eineltisstefnu sýnilegri fyrir ungmenni og foreldra. Einnig væri hægt að hafa námskeið fyrir starfsfólk skóla og fræðslu fyrir ungmenni.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar, þakkaði fyrir að þetta mál hafi verið sett á dagskrá. Lýsti áhyggjum yfir því að ungmenni telji sig þurfa að fara að ganga um með hnífa vegna aukins ofbeldis. Samfélagslögregla á að sinna forvörnum og vera sýnileg og mun vonandi bregðast við ósk um fræðslu til ungmenna. Við þurfum öll að bregðast við. Í haust var stofnaður samstarfsvettvangur gegn ofbeldi.