Leyla Ósk Jónsdóttir fjallaði um þarfir nemenda í Hlíðarskóla hvað varðar húsnæði, aðbúnað og útisvæði. Beðið hefur verið um stærri rými fyrir skólastofur og stendur skólinn frammi fyrir alvarlegum húsnæðisskorti. Með því að hafa skólann í einu stærra húsnæði sem sameinar alla starfsemi skólans í einni byggingu. Hlíðarskóla vantar líka öruggan leikvöll. Auk þess hafa nemendur skólans bent á að það vanti fleiri tæki í líkamsræktarherbergið sem er í skólanum.
Heimir Örn Árnason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Varðandi stærra rými; ekki langt síðan skólinn var tekinn í gegn og erfitt að setja allar byggingarnar saman. Hins vegar hefur verið talað um að stækka skólann og taka við fleiri nemendum en einn af kostum skólans er þó hversu fámennur hann er. Fræðslu- og lýðheilsuráð mun fjalla um mál Hlíðarskóla.
Til máls tók Heimir Sigurpáll Árnason og taldi hann að stækkun á húsnæðinu væri mikilvæg.
Til máls tók París Anna Bergmann Elvarsdóttir og benti á að rannsóknir sýna að græn útivistarsvæði hafa jákvæð áhrif á nemendur almennt.
Til máls tók Fríða Björg Tómasdóttir og benti á að öll börn eru jöfn. Benti á að skólalóðin við Hlíðarskóla er mjög sorgleg.
Til máls tók Leyla Ósk Jónsdóttir og vonaði að bæjarfulltrúar taki málið alvarlega og skoði vel.
Til máls tók Heimir Sigurpáll Árnason og benti á að gervigrasvöllur við Hlíðarskóla væri mjög gott skref en að það væri vonandi ekki síðasta skrefið sem væri tekið.
Til máls tók Heimir Örn Árnason bæjarfulltrúi. Inni á framkvæmdaáætlun eru búið að áætla 10 milljónir til skólalóðar Hlíðarskóla og það er ákvörðun skólans um hvað peningarnir eru notaðir í.