Skipulagsráð

441. fundur 12. mars 2025 kl. 08:15 - 11:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri S. Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Einar Sigþórsson verkefnastjóri skipulagsmála
  • Steinunn Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Móahverfi - auglýsing lóða 2025 - 2027

Málsnúmer 2025030190Vakta málsnúmer

Tómas Björn Haukssson verkefnastjóri nýframkvæmda hjá umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti uppfærða áætlun um byggingarhæfi lóða í seinni áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir kynninguna.

2.Holtahverfi - ÍB17 OG VÞ17 - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2024060172Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem varðar íbúðasvæði við Miðholt og verslunar- og þjónustusvæði við Hlíðarbraut. Á kynningartíma bárust 10 athugasemdabréf frá íbúum í næsta nágrenni auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviði, Minjastofnun og Hörgársveit.
Meirihluti skipulagsráðs tekur jákvætt í að haldið verði áfram með ferli aðalskipulagsbreytingar til samræmis við fyrirliggjandi tillögu en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur samsvarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Miðholt.


Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn ákvörðun skipulagsráðs og óskar bókað:

Undirritaður tekur undir með gagnrýnendum nýrrar skipulagstillögu um Miðholt. Hér er um stórvægilega breytingu frá gildandi deiliskipulagi (en þar er gert ráð fyrir 30 íbúðum í fimm tveggja hæða byggingum). Á þetta er meðal annars bent í athugasemdum. Einnig ásókn verktaka í græn svæði sem veldur mikilli, og á stundum, öfgafullri, þéttingu byggðar. Auk þess eru uppi efasemdir um jarðvegseiginleika á svæðinu. Ég tel því réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða á umræddum lóðum, heldur ætti að fækka þeim eða jafnvel falla alveg frá öllum byggingaframkvæmdum við Miðholt 1-9.

3.Háskólasvæði - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024101385Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. febrúar 2025 var samþykkt breyting á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri vegna uppbyggingar á stúdentagörðum. Nú hefur komið í ljós að það vantar aðeins upp á hámarks byggingarmagn á lóð merktri D, þ.e. það þyrfti að vera 7.025 fm í stað 6.950 fm eins og fram kom í áður samþykktum gögnum. Eru lagfærð gögn lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsráð samþykkir lagfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

4.Norðurslóð - umsókn um lóð fyrir stúdentagarða

Málsnúmer 2025030249Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóhannesar B. Guðmundssonar dagsett 6. mars 2025, f.h. Fésta þar sem formlega er sótt um lóð D við Norðurslóð á Háskólasvæðinu til samræmis við nýsamþykkta deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en þar sem um er að ræða úthlutun lóðar án auglýsingar er afgreiðslu málsins vísað til bæjarstjórnar.

5.Hlíðarvellir - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2025030163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2025 þar sem Jóhann Þór Jónsson f.h. atNorth ehf. sækir um lóðir c, d og e á athafnasvæði við Hlíðarvelli til uppbyggingar á gagnaveri. Er jafnframt óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar núverandi lóð gagnavers atNorth við Hlíðarvelli.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi erindi þar sem um er að ræða framhald uppbyggingar sem hófst á svæðinu árið 2021. Skipulagsráð telur mikilvægt áður en að úthlutun kemur þá verði gerður samningur um nýtingu glatvarmans sem verður til við uppbygginguna. Ákvörðun um úthlutun lóðanna til umsækjanda er vísað til bæjarstjórnar sbr. ákvæði gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða.

6.Tjaldsvæðisreitur - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2022061538Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi tjaldsvæðisreitar lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt ábendingum og umsögnum sem bárust á kynningartíma. Þá liggja fyrir viðbrögð skipulagsráðgjafa við efni athugasemda og umsagna.

Meirihluti skipulagsráðs felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra skipulagsgögn með hliðsjón af viðbrögðum skipulagsráðgjafa við efni athugasemda og umræðu á fundi. Jafnframt að hefja vinnu við að undirbúa útboðsskilmála fyrir svæðið.


Jón Hjaltason óflokksbundinn óskar bókað:

Er á skóla- og íþróttasvæði, samt fær verslun og þjónusta um 2.500 fermetra (Byggðavegsverslunin er að auki) og allt að 10% íbúða geta orðið 50 ferm. eða minni. Fjölbreytt byggð í orði en í raun eintómar blokkir. Ekkert tillit tekið til halla í landslagi, allar byggingar svipaðrar hæðar. Hæð húsa (í kringum 15 m) illa á skjön við umhverfið (nema 16,1 m Berjaya hótels). Óskýrar hugmyndir um leiksvæði barna. Afleitar tillögur um bílastæði ofanjarðar sem neðan. Blágrænar lausnir hæpnar. Ekkert tillit tekið til gróðurs sem fyrir er. Né heldur gamla Húsmæðraskólans sem mun stinga illa í stúf við aðrar byggingar.

7.Sigtún - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2025021201Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2025 þar sem Pálmar Kristmundsson f.h. nthspace á Íslandi ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á Sigtúni í Grímsey á sama stað og núverandi hús stendur.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

8.Hafnarstræti Göngugatan - sumarlokun frá júní - ágúst

Málsnúmer 2024050988Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað þar sem settir eru fram nokkrir kostir varðandi tímabil á lokun gatna í miðbænum sumarið 2025, byggt á reynslu síðasta sumars og fyrirliggjandi óskum um stækkun lokunarsvæðis.


Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði kynntu ástand yfirborðs efna í göngugötunni.
Skipulagsráð þakkar Guðríði og Steindóri fyrir kynninguna.


Skipulagsráð tekur jákvætt í að göngugötunni verði lokað frá 1. maí til 30. september vegna slæms ástands yfirborðs götunnar og komu skemmtiferðaskipa á þessu tímabili. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á verklagsreglum fyrir tímabundnar lokanir gatna sem felur í sér lengingu á tímabili lokunar til samræmis við það.


Ráðið leggur jafnframt til að settar verði þungatakmarkanir á götuna og að notkun nagladekkja verði bönnuð. Meirihluti skipulagsráðs felur skipulagsfulltrúa í samstarfi við umhverfis- og mannvirkjasvið að vinna að útfærslu þessa.


Varðandi hugmyndir um lokanir á hluta Skipagötu þá felur ráðið skipulagsfulltrúa að senda fyrirliggjandi tillögur til hagsmunaðila við götuna og óska eftir áliti þeirra.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista samþykkir bókunina nema bann við notkun nagladekkja.


Sindri S. Kristjánsson S-lista óskar bókað:

Fulltrúi Samfylkingarinnar styður heilshugar áform meirihluta skipulagsráðs um að halda áfram á þeirri gæfubraut sem mörkuð var síðasta sumar með lokun göngugötunnar og nú með lengingu tímabilsins. Á sama tíma eru það vonbrigði að meirihlutinn sjái sér ekki á þessum tímapunkti fært að koma til móts við hugmyndir og óskir rekstraraðila að loka litlum hluta Skipagötu á sama tímabili. Sami rekstraraðili hefur ítrekað sýnt vilja sinn í verki til að glæða miðbæinn okkar lífi yfir sumarmánuðina með frumlegu viðburðahaldi utandyra þar sem komið er til móts við alla aldurshópa og fjölbreytta flóru ferðamanna. Á meðal bæði bæjarbúa og þeirra sem okkur heimsækja heyrist stundum að ekki sé úr mikilli afþreyingu eða fjölbreyttri menningu í bænum að moða. Bæjaryfirvöld eiga að styðja við frumkvæði lítilla fyrirtækja í bænum sem reyna hvað sem þau geta til að gera bæinn okkar skemmtilegri. Það má hafa gaman.

9.Umsókn um langtímaleyfi, nætursölu og markaðssölu fyrir stærri viðburði

Málsnúmer 2025021105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2025 þar sem Darina Georgieva sækir um langtímaleyfi fyrir matarvagn.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem öllum stæðum fyrir langtímaleigu matarvagna hefur verið úthlutað árið 2025.

10.Hopp - samningur

Málsnúmer 2020090583Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ársæls Gunnlaugssonar rekstraraðila Hopp Akureyri ehf. dagsett 17. febrúar 2025 þar sem sótt er um áframhaldandi samning fyrir Hopp. Er jafnframt óskað eftir að nýr samningur gildi í 5 ár í stað 2ja ára eins og nú er og að Hopp verði veitt einkaleyfi til reksturs hjólaleigu á samningstímanum til að koma í veg fyrir að of mörg hjól verði á svæðinu með tilheyrandi óþægindum.
Skipulagsráð samþykkir 5 ára þjónustusamning við umsækjanda en samþykkir þó ekki einkaleyfi til reksturs hjólaleigu á samningstímanum.

11.Hesjuvellir - breyting á lóðum

Málsnúmer 2025021108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2025 þar sem að Jóhannes Már Jóhannesson f.h. Vallabúsins ehf. óskar eftir að tekin verði út ný spilda úr landi Hesjuvalla.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari upplýsingum varðandi fyrirhugaða aðkomu að lóðinni.

12.Innbær - umferð hópferðarbíla

Málsnúmer 2025030191Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóhanns Garðars Þorbjörnssonar varðandi umferð hópferðarbíla um innbæinn.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leita eftir upplýsingum um fjölda ferða hópferðarbíla um innbæinn yfir sumartímann og jafnframt að skoðað verði að hluti götunnar verði gerður að einstefnu.


Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað:

Umferð um elsta hluta Akureyrar með ferðamenn hlýtur að teljast hluti af afleiðingu markaðssetningar Akureyrarbæjar sem ferðamannabæjar og teljist því eðlileg.

Kjósi fólk að búa við meiri friðsæld og minni umferð eru hverfi hér í bæ sem uppfylla klárlega þau skilyrði. Tel ég því glórulaust að fara að hefta umferð ferðamanna um innbæinn þó á rútum séu, það mætti hins vegar bæta umferðina um innbæinn með því að gera Aðalstræti að einstefnu (nema fyrir strætó) frá húsi nr. 13 til 21. Ég tel því að það sé bruðl á almannafé að fara í aðar aðgerðir að svo stöddu.

13.Gangbraut í Kaupvangsstræti (Gilinu)

Málsnúmer 2025030227Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 6. mars 2025 varðandi gönguþverun í Kaupvangsstræti (Gilinu).
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

14.Höfðamói 2-8 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2025030180Vakta málsnúmer

Kjölur Byggingarfélag ehf. átti hæsta tilboð í lóðina Höfðamóa 2-8 og hefur verið staðfest að hæstbjóðandi vill halda lóðinni. Félagið hefur skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Háimói 2 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2025021294Vakta málsnúmer

Baldvin Þór Gunnarsson átti hæsta tilboð í lóðina Háamóa 2. Hann hefur staðfest að hann vill halda lóðinni og skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Háimói 4 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2025030347Vakta málsnúmer

Helgi Steinar Halldórsson átti hæsta tilboð í lóðina Háamóa 4. Hann hefur staðfest að hann vill halda lóðinni og skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Háimói 6 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2025030335Vakta málsnúmer

Reynir Ingi Davíðsson átti hæsta tilboð í lóðina Háamóa 6. Hann hefur staðfest að hann vill halda lóðinni og skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Háimói 8 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2025021293Vakta málsnúmer

Sverrir Guðmundsson átti hæsta tilboð í lóðina Háamóa 8. Hann hefur staðfest að hann vill halda lóðinni og skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

19.Hlíðarmói 10 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2025021296Vakta málsnúmer

Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín átti hæsta tilboð í lóðina Hlíðarmóa 10. Hann hefur staðfest að hann vill halda lóðinni og skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2025

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1004. fundar, dagsett 13. febrúar 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:30.