Háskólasvæði - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024101385

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Erindi dagsett 31. október 2024 þar sem að Hildur Steinþórsdóttir fh. FÉSTA leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri til samræmis við niðurstöður samkeppni um uppbyggingu á stúdentagörðum. Í breytingunni er gert ráð fyrir að byggingarmagn lóðar D hækki úr 5.200 fm í 7.400 fm og að byggingar verði þrjár í stað tveggja. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjöldi bílastæða miði við 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðaeiningar.


Er jafnframt óskað eftir því að lóðagjöld verði reiknuð út frá byggðum fermetrum en ekki út frá hámarksbyggingarmagni lóða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Afgreiðslu varðandi ósk um að gjaldtaka miðist við byggða fermetra en ekki hámarksbyggingarmagn er frestað.