Innbær - umferð hópferðarbíla

Málsnúmer 2025030191

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 441. fundur - 12.03.2025

Lagt fram erindi Jóhanns Garðars Þorbjörnssonar varðandi umferð hópferðarbíla um innbæinn.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að leita eftir upplýsingum um fjölda ferða hópferðarbíla um innbæinn yfir sumartímann og jafnframt að skoðað verði að hluti götunnar verði gerður að einstefnu.


Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað:

Umferð um elsta hluta Akureyrar með ferðamenn hlýtur að teljast hluti af afleiðingu markaðssetningar Akureyrarbæjar sem ferðamannabæjar og teljist því eðlileg.

Kjósi fólk að búa við meiri friðsæld og minni umferð eru hverfi hér í bæ sem uppfylla klárlega þau skilyrði. Tel ég því glórulaust að fara að hefta umferð ferðamanna um innbæinn þó á rútum séu, það mætti hins vegar bæta umferðina um innbæinn með því að gera Aðalstræti að einstefnu (nema fyrir strætó) frá húsi nr. 13 til 21. Ég tel því að það sé bruðl á almannafé að fara í aðar aðgerðir að svo stöddu.