Sigtún - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2025021201

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1007. fundur - 07.03.2025

Erindi dagsett 25. febrúar 2025 þar sem Pálmar Kristmundsson f.h. nthspace á Íslandi ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á Sigtúni í Grímsey. Innkomin gögn eftir Pálmar Kristmundsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 441. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 25. febrúar 2025 þar sem Pálmar Kristmundsson f.h. nthspace á Íslandi ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á Sigtúni í Grímsey á sama stað og núverandi hús stendur.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.