Skipulagsráð

427. fundur 10. júlí 2024 kl. 08:15 - 12:12 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Súluvegur 2 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2024070768Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tímabundnum lóðarleigusamningi fyrir lóð við Súluveg með landeignanúmerið L149596. Er miðað við að afmörkun lóðar breytist til samræmis við gildandi deiliskipulag. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til að gerður verði tímabundinn lóðarleigusamningur til 10 ára við M og S ehf. við Súluveg, skv. fyrirliggjandi drögum að samningi, með þeim breytingum sem rædd voru á fundinum, og leggur til við bæjarráð að lóðarveiting verði án auglýsingar, með vísan til ákvæðis 2.3 um úthlutun lóða, þegar hreinsað hefur verið til á lóðinni og skilmálar deiliskipulagsins uppfylltir.

2.Naustagata 13 - ósk um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2022100088Vakta málsnúmer

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og í hennar stað sat Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista fundinn undir þessum lið.


Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu kynnti, f.h. Kistu byggingarfélags, tillögur að uppbyggingu á lóðinni Naustagötu 13 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 10. apríl sl. Í tillögunni felst:

-að lóðin verði skilgreind fyrir blandaða notkun verslunar- og þjónustu og íbúðabyggðar.

-að lágmarksbyggingarmagn verslunar- og þjónustu verði 1.045 fm

-að byggingarmagn lóðarinnar verði hækkað úr 950 fm í 4.750 fm

-að byggingarreitur verði endurmótaður

-að gera megi ráð fyrir 5 hæða húsi á vesturhluta lóðar
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að veita framkvæmdarfrest til 1. maí 2025.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - endurskoðun

Málsnúmer 2022090355Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju minnisblað um minniháttar uppfærslu aðalskipulags Akureyrarbæjar 2018-2030 dagsett 22. október 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð lýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 byggt á efni fyrirliggjandi minnisblaðs og umræðum á fundinum.


Jón Hjaltason óháður óskar bókað eftirfarandi:

(a) Undirritaður leggur áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé langt fram í tímann og tekið frá ríflegt svæði við Kjarnagötu fyrir lífsgæðakjarna eldri borgara. Ákjósanlegri staður gefst vart í bæjarlandinu. Tveir slíkir kjarnar eru engin ofgnótt í sveitarfélagi sem um miðja 21. öld mun telja 30-40 þúsund íbúa.

(b) „Akureyri er landlítið sveitarfélag“, bendir vinnuhópurinn á. Því vill undirritaður að kannaður sé grundvöllur þess að leggja jarðir Akureyrarkaupstaðar í norðri, Blómsturvelli, Brávelli og Skjaldarvík, undir lögsagnarumdæmi hans. Eða það sem væri þó ef til vill enn betra fyrir hvoru tveggja sveitarfélögin, Akureyrarkaupstað og Hörgársveit, að lögð verði drög að sameiningu þeirra tveggja.


Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel að iðnaðarsvæði sem skipulagt er á Ytra Krossanesi verði fundinn annar staður og tekið verði tillit til áskorunar Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi um að breyta í íbúðasvæði. Eins gerir Svæðisskipulag Eyjafjarðar ráð fyrir að byggð þróist út með ströndinni til norðurs.

4.Gleráreyrar 6-8 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024040964Vakta málsnúmer

Auglýsingu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu við Gleráreyrar lauk 4. júlí sl. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess sem ein athugasemd barst.


Drög að vinnslutillögu breytingar á aðalskipulagi eru lögð fram.

Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að bæta við afmörkun jöfnunarstöðvar fyrir strætó norðan Borgarbrautar og aðlaga útivistarstíg að færslu brúar yfir Glerá og einnig að heimild verði fyrir fjölgun íbúða á skipulagssvæðinu. Skipulagsráð leggur til við skipulagsfulltrúa að beðið verði með auglýsingu á drögum fram yfir verslunarmannahelgi til að auglýsingin nái til sem flestra.

5.Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2024070455Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðabyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.


6.Þursaholt 2-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024060589Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Teitur Guðmundsson fh. Heilsuverndar ehf. sækir um lóðina Þursaholt 2-12. Heilsuvernd hefur áhuga á að koma að uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóðinni. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi skipulagsráðs 12. júní sl.
Í kjölfar samtals við heilbrigðisráðuneytið hefur Akureyrarbær ákveðið að fara í breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins þannig að þar megi byggja hjúkrunarheimili ásamt íbúðum fyrir eldra fólk. Er gert ráð fyrir að lóðir á svæðinu verði í kjölfarið auglýstar til samræmis við breytt skipulag.

7.Akureyrarvöllur - skipulag

Málsnúmer 2023030895Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Arkitektarfélagsins um fyrirhugaða samkeppni um skipulag sem nær til Akureyrarvallar og nágrennis.


Næsta skref í málinu er að vinna að gerð samkeppnislýsingar fyrir svæðið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við að útbúa drög að samkeppnisskilmálum og leggja fyrir skipulagsráð á fyrsta fundi eftir sumarfrí.


Jón Hjaltason óháður situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel hér öfugt að málum staðið. Áður en ráðist er í samkeppni um skipulag íþróttasvæðisins, og næsta nágrennis, ætti að grennslast fyrir um hvernig Akureyringar vilja nýta svæðið. En úr því sem komið er skora ég á skipulagsráð og bæjarstjórn að gera skýra grein fyrir hugmyndum sínum um útivist, þjónustu og íbúðabyggð á umræddu svæði. Í því sambandi legg ég eindregið til að aðal-knattspyrnuvöllurinn verði allur til útivistar. Ennfremur að brekkan upp af verði hugsuð til leikja. Byggingar komi fyrir norðan völlinn, austan - þó þannig að húsaröðin upp Brekkugötu blasi sem fyrr við þeim sem fara um Glerárgötu og meðfram Smarágötu og áfram suður Hólabraut. Slíkar hugmyndir verði síðan lagðar til grundvallar í skipulagssamkeppni um Akureyrarvöll á Akureyri.

8.Langimói 1-3 og 13-15 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024051840Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2024 þar sem að Bjarg íbúðafélag hses. óskar eftir að endurskoðuð verði ákvörðun skipulagsráðs frá 425. fundi ráðsins, þann 12. júní 2024, um að hafna ósk um fjölgun íbúða á lóðum sem félagið fékk úthlutað við Langamóa.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar því að fjölga íbúðum á lóðinni en samþykkir að minnka nýtingarhlutfall lóðanna í samráði við Bjarg íbúðafélag. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna.


Jón Hjaltason óháður kaus á móti afgreiðslu skipulagsráðs

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við teljum góð rök færð fyrir því að fallast á beiðni Bjargs íbúðafélags og hagsmuna Akureyrarbæjar sé gætt með því að félagslegar íbúðir á vegum félagsins séu fleiri en færri.

9.Slökkvilið Akureyrar - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024070059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2024 þar sem að Ketill Jóelsson, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs, óskar eftir að fá úthlutað Súluvegi 3-5 í einni sameiginlegri lóð undir nýja slökkvistöð. Fyrir liggur að annarri lóðinni var úthlutað til Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar þann 18. ágúst 2022 en framkvæmdir hafa ekki hafist og er lóðin því fallin aftur til bæjarins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið þar sem frestur til framkvæmda á áður úthlutaðri lóð er liðinn og er skipulagsfulltrúa falið að ræða við Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar um málið.

10.Ytri-Grenivík lóð - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024051227Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2024 þar sem að Pálmar Kristmundsson fh. Nthspace á Íslandi ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir endurbyggingu á Ytri-Grenivík í Grímsey. Innkomin gögn eftir Pálmar Kristmundsson. Er einnig lögð fram hugmynd að nýrri byggingu rétt þar við.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar afgreiðslu á endurbótum til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ráðið heimilar umsækjanda jafnframt að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið til samræmis við þær hugmyndir sem fram koma í erindinu.

11.Sólvangur, Hrísey - fyrirspurn vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2020020008Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að tímabundnum afnotasamningi af landskika við lóðina Norðurveg 30 í Hrísey. Er um að ræða 4039,6 fm spildu þar sem ekki verða reist mannvirki og ekki er heimilt að leggja eða geyma farartæki.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi afnotasamning.

12.Baldursnes 5 - umsókn um skilti - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2024061846Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2024 þar sem að Knútur Emil Jónasson fh. Bergfestu ehf. sækir um leyfi til að reisa 4,1 m² skilti hálfan metra frá lóðarmörkum til suðausturs.
Skipulagsráð heimilar skiltið með fyrirvara um umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

13.Bjarkarlundur 2 - ósk um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2023010134Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Áskels Bjarnasonar dagsett 4. júlí 2024 þar sem óskað er eftir að frestur til framkvæmda á lóðinni Bjarkarlundi 2 verði framlengdur til næsta sumars, 2025. Miðað við samþykkt á kauptilboði að þá rennur núverandi frestur til framkvæmda út í lok janúar 2025. Er jafnframt óskað eftir fresti til greiðslu gatnagerðargjalda fram á næsta ár.
Skipulagsráð samþykkir að framlengja frest til framkvæmda til 1. júní 2025. Ákvörðun um frestun gjalda er vísað til fjársýslusviðs.

14.Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030521Vakta málsnúmer

Leitað var eftir kauptilboðum í lóðirnar Hofsbót 1 og 3 með auglýsingu sem birtist 29. maí sl. og var frestur til 27. júní til að koma með tilboð. Engin tilboð bárust.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa í samráði við formann skipulagsráðs að fara yfir hvort gera þurfi breytingar á útboðsskilmálum.

15.Jóninnuhagi 1 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024070748Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí 2024 þar sem að Björn Ómar Sigurðarson fh. BB byggingar ehf. óskar eftir á fá að breyta umferðareyju austan við Jóninnuhaga 1 í bílastæði.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram deiliskipulagsbreytingu.

16.Ytri-Varðgjá - umsagnarbeiðni fyrir skipulagslýsingu íbúðarsvæðis

Málsnúmer 2023091612Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem að skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um endanlega deiliskipulagstillögu fyrir nýtt 18,5 ha íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Skipulagið gerir ráð fyrir 35 lóðum fyrir íbúðarhús og verður aðkoma að svæðinu frá Veigastaðavegi.
Skipulagsráð Akureyrar gerir ekki athugasemd við auglýsta tillögu.

17.Móahverfi - útboð lóða 2. áfangi

Málsnúmer 2024070764Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða útboða í 45 einbýlis-, par- og raðhúsalóðir í 2. áfanga Móahverfis sem lauk 4. júlí sl.

18.Gránufélagsgata 22 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024070595Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um lóðina Gránufélagsgötu 22 sem auglýst var laus til úhtlutunar í byrjun júní með umsóknarfresti til 4. júlí. Ein umsókn barst.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og almennir deiliskipulagsskilmálar gilda.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 973. fundar, dagsett 27. júní 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 974. fundar, dagsett 4. júlí 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 1 lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:12.