Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022100088

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Erindi dagsett 3. október 2022 þar sem Kista byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir erindið.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Erindi dagsett 14. febrúar 2024 þar sem að Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Kistu byggingarfélags óskar eftir framkvæmdafresti fyrir Naustagötu 13.
Skipulagsráð samþykkir ekki að veita frekari frest til framkvæmda á lóðinni, sem að mati skipulagsráðs rennur út 5. júní 2024.

Skipulagsráð - 421. fundur - 10.04.2024

Lagt fram erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Einar Páll Tamimi hrl., f.h. Kistu byggingarfélags, fer fram á að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar og að framkvæmdafrestur verði 1 ár frá gildistöku hennar.


Halla Björk Reynisdóttir L-lista vakti athygli á því að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt samhljóða.


Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og í hennar stað sat Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista fundinn undir þessum lið.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að veita umsækjanda frest til 5. september 2024 til að leggja fram tillögu að uppbyggingu á lóðinni. Forsenda slíkrar tillögu er að byggingarmagn fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð haldist óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í kjölfarið mun ráðið taka ákvörðun um breytingu á skipulagi svæðisins og þá jafnframt um framkvæmdafrest.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Tel ekki forsvaranlegt að taka aftur mál á dagskrá sem afgreitt var 28. febrúar síðastliðinn án þess að breytingar hafa orðið á forsendum. Vinnubrögð sem gefa ekki gott fordæmi.

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og í hennar stað sat Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista fundinn undir þessum lið.


Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu kynnti, f.h. Kistu byggingarfélags, tillögur að uppbyggingu á lóðinni Naustagötu 13 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 10. apríl sl. Í tillögunni felst:

-að lóðin verði skilgreind fyrir blandaða notkun verslunar- og þjónustu og íbúðabyggðar.

-að lágmarksbyggingarmagn verslunar- og þjónustu verði 1.045 fm

-að byggingarmagn lóðarinnar verði hækkað úr 950 fm í 4.750 fm

-að byggingarreitur verði endurmótaður

-að gera megi ráð fyrir 5 hæða húsi á vesturhluta lóðar
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að veita framkvæmdarfrest til 1. maí 2025.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.