Lagt fram erindi dagsett 5. apríl 2024 þar sem Einar Páll Tamimi hrl., f.h. Kistu byggingarfélags, fer fram á að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar og að framkvæmdafrestur verði 1 ár frá gildistöku hennar.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vakti athygli á því að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt samhljóða.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og í hennar stað sat Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.