Lögð fram tillaga AVH verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri. Í breytingunni felst eftirfarandi:
- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.
- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, er afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.
- Á svæði meðfram Dalsbraut eru afmarkaðar þrjár lóðir, merktar D, E og F, fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m², fyrir einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu, stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir.