Málsnúmer 2022090822Vakta málsnúmer
Lögð fram endurbætt tillaga Nordic arkitektastofu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Torfunef. Tillagan felur í sér að svæðinu er skipt í þrjár lóðir, byggingarreitum er fjölgað og afmörkun hafnarsvæðis er breytt. Einungis verður gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða auk hjólastæða. Þá verður aðkomu að svæðinu breytt og settir skilmálar um yfirbragð og notkun byggingarreita.
Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl. og var afgreiðslu frestað.