Bæjarráð

3815. fundur 17. ágúst 2023 kl. 08:15 - 11:33 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Breytingar í nefndum 2022-2026 - velferðarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hlyns Jóhannssonar (M) um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Hólmgeir Karlsson verði fulltrúi í stað Karls Liljendal Hólmgeirssonar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Breytingar í nefndum 2022-2026 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hildu Jönu Gísladóttur (S) um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Rannveig Elíasdóttir verði áheyrnarfulltrúi í stað Ísaks Más Jóhannessonar og Ísak Már verði vara-áheyrnarfulltrúi í stað Rannveigar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.Fræðslukerfi

Málsnúmer 2023072661Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að innleiðingu á nýju fræðslukerfi hjá Akureyrarbæ ásamt viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023.

Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar forstöðumanni mannauðsmála fyrir kynninguna.

4.Hamrar, útilífsmiðstöð skáta og tjaldsvæði Akureyrar 2022-2026

Málsnúmer 2022050325Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Hamra.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Fimleikafélag Akureyrar - starfsemi og rekstur 2022-2023

Málsnúmer 2023080304Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:

Forstöðumaður íþróttamála fór yfir stöðu mála á rekstri og starfsemi Fimleikafélags Akureyrar.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Lagt fram til kynningar.


Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðstjóra fjársýslusviðs, Ellerti Erni Erlingssyni forstöðumanni íþróttamála og Hlyni Jóhannssyni að funda með ÍBA og FimAk vegna málsins.

6.Golfklúbbur Akureyrar - breytingar á félagssvæði GA

Málsnúmer 2023080307Vakta málsnúmer

Liður 9. í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að samningi við Golfklúbb Akureyrar varðandi uppbyggingu og breytingar á félagssvæði GA að Jaðri.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.


Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samning við Golfklúbb Akureyrar um breytingar á félagssvæði GA með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

7.Gjaldfrjálsir sex tímar og tekjutenging leikskólagjalda

Málsnúmer 2023070444Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar kynnti hugmyndir um sex gjaldfrjálsa tíma í leikskólum og tekjutengingu leikskólagjalda.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Lagt fram til kynningar.


Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum Heimis Arnar Árnasonar, Hlyns Jóhannssonar, Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur að áfram verði unnið að þessu verkefni og fengin umsögn frá fagaðilum svo sem foreldrum, Jafnréttisstofu, félagi leikskólakennara og leikskólastjórum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Fyrirhuguð þjónustuskerðing og gjaldskrárhækkun á fæðis- og leikskólagjöldum fyrir þau 85,2% foreldra sem nýta 8-8,5 tíma á leikskólum á dag er varhugaverð og líkleg til að auka ójöfnuð. Líklegt er að breytingarnar gagnist síst lágtekjufólki og fólki með lítið bakland, sem er einmitt sá hópur sem sérstaklega mikilvægt er að samfélagið standi vörð um. Leikskólagjöld gætu, miðað við fyrirliggjandi minnisblað, hækkað fyrir stærstan hluta foreldra um allt að 13%, auk þess sem horft er til þess að fæðisgjald hækki almennt um 9%. Umræða um styttingu vistunartíma leikskólabarna þarf að eiga sér stað og er sérstaklega mikilvægt að foreldrar taki þátt í þeirri umræðu.

Leikskólar eru ákaflega mikilvæg grunnþjónusta samfélagsins sem eflir þroska og velferð barna sem skiptir fjölskyldur sem og atvinnulífið miklu máli. Ljóst er að það skiptir miklu máli að bæta kjör og starfsaðstæður starfsfólks leikskóla, því ber sveitarfélaginu að taka alvarlega. Auk þess skiptir máli að samfélagið ræði skólatíma barna á leikskólum með tilliti til velferðar þeirra. Ef samfélagið vill bregaðst við, þá þarf að gera það á jafnréttisgrundvelli og leggja áherslu á samvinnu við ríki, atvinnulífið og foreldra, en ekki aðeins breyta fyrirkomulagi leikskóla. Stytting vinnuvikunnar er í kjarasamningum ekki komin á þann stað að vera talin í klukkustundum á dag, heldur aðeins nokkrum mínútum og því ólíkleg ein og sér til þess að hafa veruleg áhrif á vistunartíma barna á leikskólum.


8.Breyting á gjaldskrá leikskóla frá 1. október 2023

Málsnúmer 2023080292Vakta málsnúmer

Liður 4 í dagskrá fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:

Samhliða skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar er ný gjaldskrá lögð fram til samþykktar sem gerir ráð fyrir 8% lækkun gjaldkrár frá 1. október 2023.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.


Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum Heimis Arnar Árnasonar, Hlyns Jóhannssonar og Huldu Elmu Eysteinsdóttur framlagða tillögu að gjaldskrám með þeim breytingum að gjaldskrá leikskóla lækki um 8 % vegna útfærslu á valfrjálsum dögum. Hilda Jana Gísladóttir greiddi atkvæði á móti.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er ákaflega villandi að tala um 8% lækkun á leikskólagjöldum, enda á sú lækkun aðeins við ef að börnin verða töluvert færri daga á leikskóla en nú er. Það er svolítið eins og að auglýsa verðlækkun á matarbakka, en minnka einfaldlega matinn í bakkanum. Um er að ræða verðlækkun aðeins ef börnin verða heima í samtals 20 daga að vetrarlagi: sex daga í kringum jól og áramót, tvo daga þegar haustfrí eru í grunnskólum, tvo daga þegar vetrarfrí eru í grunnskólum, þrjá í kringum páska, auk þess sem hver skóli velur sjö daga til viðbótar. Ólíklegt verður að teljast að margir foreldrar geti nýtt alla þessa daga til viðbótar við sumarleyfi. Að lækka gjaldskrá með því að draga úr þjónustu gerir þar að auki allan samanburð á gjaldskrám sveitarfélaga flóknari. Eðlilegra væri að foreldrar fengju afslátt af gjaldskrá nýti þau ekki umrædda daga.

9.Hulduholt 29 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2023061720Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. júlí 2023:

Liður 24 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 5. júlí 2023:

Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að útboðsskilmálum fyrir lóðina Hulduholt 29 í Holtahverfi norður. Þá eru jafnframt lagðar fram teikningar af lóð Hulduholts 31 með ósk um samþykkt á frágangi á lóðamörkum milli lóða beggja vegna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að leita eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Hulduholts 29 til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að sett verði kvöð um frágang lóðamarka að sunnan- og norðanverðu þannig að hægt verði að ganga frá lóðamörkum Huduholts 27 og 31 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Hulduholts 29 til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála.

10.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. ágúst 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri lauk þann 8. júlí sl. Ein athugasemd barst auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Þá liggur einnig fyrir erindi frá Fésta dagsett 30. júní 2023 þar sem óskað er eftir ákveðnum breytingum á skilmálum svæðis sem ætlað er fyrir stúdentaíbúðir, þ.e. varðandi fjölda bílastæða, djúpgáma, göngustíg í gegnum lóð, innkeyrslur og hámarkshæð bygginga.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að umsögn um athugasemdir.
Bæjarráð samþykkir breytingar að deiliskipulagi og drög að umsögn til að koma til móts við innkomnar athugasemdir

11.Komur skemmtiferðaskipa 2023

Málsnúmer 2023021324Vakta málsnúmer

Rætt um komur skemmtiferðaskipa
Formaður bæjarráðs óskaði f.h. bæjarráðs eftir fundi með hafnarstjóra og fulltrúum Akureyrarbæjar í hafnarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:33.