Málsnúmer 2023080292Vakta málsnúmer
Liður 4 í dagskrá fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:
Samhliða skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar er ný gjaldskrá lögð fram til samþykktar sem gerir ráð fyrir 8% lækkun gjaldkrár frá 1. október 2023.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.