Skipulagsráð

369. fundur 10. nóvember 2021 kl. 08:15 - 10:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson mætti í fjarfundi.

1.Tónatröð - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2021011421Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 4. maí 2021 var samþykkt að heimila SS Byggi ehf. að vinna að gerð breytingar á skipulagi svæðis við Tónatröð. Er nú lögð fram tillaga Yrki arkitekta að útfærslu byggðar á svæðinu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að skipulagi á svæðinu verði breytt og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi. Í þeirri vinnu þarf að skoða betur afmörkun svæðisins og umfang uppbyggingarinnar, áhrif hennar á nánasta umhverfi, umferð til og frá svæðinu, jarðvegsaðstæður og fleiri þætti.


2.Hofsbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021110347Vakta málsnúmer

Erindi Ásgeirs Ásgeirssonar T.ark Arkitekta ehf. dagsett 5. nóvember 2021, f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2, þar sem lögð er fram tillaga að uppbyggingu á lóðinni sem felur í sér breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja fjögurra hæða hús sem getur verið 1482 m² en tillagan gerir ráð fyrir allt að fimm hæða húsi sem er 1636 m². Eru efstu tvær hæðirnar inndregnar. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á norðurhorni og suðurhorni lóðar stækki lítillega.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


3.Torfunefsbryggja - hugmyndasamkeppni

Málsnúmer 2021110299Vakta málsnúmer

Erindi Hafnasamlags Norðurlands dagsett 4. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir heimild til að setja af stað hönnunarsamkeppni um hönnun og útlit á Torfunefssvæðinu neðan Glerárgötu. Meðfylgjandi eru fyrstu drög að samkeppnislýsingu.
Skipulagsráð samþykkir að heimila Hafnasamlagi Norðurlands að auglýsa hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefsbryggju til samræmis við fyrirliggjandi drög.


4.Íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar. Kynningu á skipulagslýsingu er lokið. Er breytingin gerð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins sem er í vinnslu og var nýlega kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Hopp hjól - notkun 2021

Málsnúmer 2020090583Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn varðandi nýtingu Hopp hjóla á Akureyri fyrir árið 2021. Samkvæmt þeim voru farnar rúmlega 103 þúsund ferðir þá 6 mánuði sem starfsemin var í gangi á árinu og eknir voru rúmlega 169 þúsund kílómetrar. Voru hjólin 65 talsins en á næsta ári er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað í um 145 stk.
Skipulagsráð fagnar hversu vel hefur til tekist með Hopp hjól á Akureyri í sumar en hvetur um leið rekstraraðila til að stuðla að aukinni fræðslu fyrir notendur hjólanna.

6.Norðurgata 3-7 - hugmyndir að uppbyggingu

Málsnúmer 2020110104Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Stefáns H. Steindórssonar dagsettur 28. október 2021, fyrir hönd Norðurorku, varðandi mögulega færslu núverandi spennistöðvar við Norðurgötu.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi miðbæjar sem felst í að afmörkuð verði lóð fyrir spennistöð á svæði norðan við Strandgötu 14.


7.Þórunnarstræti 114 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021030781Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu óverulegrar breytingar á deiliskipulagi neðri hluta Norður-Brekku lauk 20. október sl. Um er að ræða fjölgun íbúða úr tveimur í fjórar í húsi nr. 114 við Þórunnarstræti. (Byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir við bílastæði þann 27. október). Tvö athugasemdabréf bárust og eru þau lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemda.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeim skilyrðum að setja þarf upp skjólvegg við lóðamörk til að koma í veg fyrir að ljós frá bílum skíni inn í aðliggjandi íbúðir auk þess sem bílastæðið þarf að vera útbúið með þeim hætti að affall fari í niðurfall en renni ekki yfir á aðliggjandi lóðir.

8.Hafnarstræti 16 - breyting á Aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2021041151Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Hafnarstrætis 16. Athugasemdafrestur rann út 27. október. Fjórar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku og Skipulagsstofnun.

Afgreiðslu málsins er frestað.


9.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Erindi Hólmars Erlu Svanssonar dagsett 1. nóvember 2021, fyrir hönd Þekkingarvarðar ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að fá reit C á svæði Háskólans til deiliskipulags fyrir þekkingargarða. Meðfylgjandi er bréf Eyjólfs Guðmundssonar rektors Háskólans á Akureyri dagsett 3. nóvember 2021 þar sem staðfest er heimild Þekkingarvarðar ehf. til að sækja um svæðið til deiliskipulags.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim hluta erindisins sem varðar gatnagerðargjöld er vísað til bæjarráðs.

10.Lóð Flugsafns Íslands - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021101702Vakta málsnúmer

Umsókn Ingólfs F. Guðmundssonar dagsett 21. október 2021, fyrir hönd Flugsafns Íslands, um breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Í breytingunni felst að lóð flugsafnsins stækkar til norðurs um 12 m, samtals um 202,8 m², til að möguleiki sé á tengingu hluta flugvélarskrokks við norðurgafl húss flugsafnsins.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa þeirra lóða sem breytast en grenndarkynna þarf breytinguna fyrir ISAVIA skv. 44. gr. laganna.


11.Ráðhústorg 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021110094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2021 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Kasa fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1 við Ráðhústorg. Fyrirhugað er að breyta rými sem nú er skyndibitastaður í aðstöðu fyrir fasteignasölu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið. Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12.Kæra á breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (Hofsbót)

Málsnúmer 2021080463Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kæra dagsett 11. ágúst 2021 þar sem ákvörðun Akureyrarbæjar um að breyta deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar er kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Einnig er lagður fram bráðabirgðaúrskurður nefndarinnar um kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa þar sem þeim hluta kærunnar er hafnað.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 837. fundar, dagsett 28. október 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 838. fundar, dagsett 3. nóvember 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:55.