Skipulagsráð

389. fundur 12. október 2022 kl. 08:15 - 11:49 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Í upphafi fundar gerði Jón Hjaltason grein fyrir stöðu sinni gagnvart skipulagsráði. Jón hefur sagt sig úr Flokki fólksins en hyggst sitja áfram í skipulagsráði sem óflokksbundinn fulltrúi.

1.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Arnþór Tryggvason hjá AVH verkfræðistofu kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri.

Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.

- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, verður afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.

- Á svæði meðfram Dalsbraut verða afmarkaðar þrjár lóðir D, E og F fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m². Þar verður gert ráð fyrir einstaklingsherbergjum með sameiginlegri aðstöðu, stúdíóíbúðum og tveggja herbergja íbúðum.

Arnþór sat fundinn í fjarfundarbúnaði. Undir þessum dagskrárlið sátu jafnframt Hólmar Erlu Svansson stjórnarformaður Þekkingarvarða ehf. og Jóhannes Baldur Guðmundsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Oddeyrargata 4B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022060795Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna stækkunar lóðar nr. 4B við Oddeyrargötu lauk þann 9. september sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda og drögum skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemdar. Jafnframt var sótt um breytingu á staðfangi lóðarinnar í Krákustíg 1.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu þess frestað.
Í ljósi innkominna athugasemda er umsókn um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar til samræmis við erindið hafnað.

Umsókn um breytingu á staðfangi í Krákustíg 1 er samþykkt.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Skjónagata 3 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022100116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2022 þar sem Andrés Magnússon sækir um stækkun lóðar nr. 3 við Skjónagötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi hesthúsahverfis í Breiðholti til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir frá umsækjanda. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skjónagötu 2 og Sörlagötu 1 auk Hestamannafélagsins Léttis.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Dvergaholt 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022100266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2022 þar sem Brynja leigufélag ses. sækir um lóð nr. 1 við Dvergaholt með vísun í fyrirliggjandi viljayfirlýsingu félagsins og Akureyrarbæjar dagsetta 8. september 2022 um uppbyggingu íbúða 2022-2026. Jafnframt er óskað eftir heimild til að byggja allt að 12 íbúðir á lóðinni í stað 6 íbúða eins og gildandi deiliskipulag segir til um.
Í samræmi við viljayfirlýsingu Akureyrarbæjar og Brynju leigufélags ses. dagsetta 8. september 2022 um fjölgun íbúða fyrir öryrkja leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki að lóð nr. 1 við Dvergaholt verði úthlutað til félagsins án undangenginnar auglýsingar með vísan í ákvæði gr. 2.3 í Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Varðandi fjölda íbúða samþykkir skipulagsráð að skilmálum lóðarinnar verði breytt á þann veg að hún verði ekki framvegis ætluð fyrir búsetukjarna og að á lóðinni verði heimilt að byggja allt að 12 íbúðir í stað 6 áður. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Spennistöð við Strandgötu - byggingarlýsing

Málsnúmer 2022090320Vakta málsnúmer

Lögð fram endurbætt tillaga Teiknistofu Þ. Guðmundsonar að útliti fyrirhugaðrar spennistöðvar sem rísa á við Strandgötu í samræmi við skilmála í deiliskipulagi miðbæjar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuð um frekari útfærslu tillögunnar.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir framlagða tillögu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

6.Rangárvellir - Hlíðarvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs

Málsnúmer 2022091317Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2022 þar sem Jóhannes Björn Ófeigsson f.h. atNorth ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 33 kV jarðstrengs frá tengivirki Landsnets við Rangárvelli að byggingu atNorth við Hlíðarvelli 1. Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Fyrirhuguð framkvæmd kallar á breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla. Innan deiliskipulagsins er skilgreind kvöð fyrir lagnaleiðir jarðstrengs og er fyrirhuguð framkvæmd ekki í samræmi við hana. Á þeim forsendum er umsókn um framkvæmdaleyfi hafnað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Kjarnaskógur, Skógargata 2 - umsókn um afslátt af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2019060150Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Katrínar Ásgrímsdóttur dagsett 4. júlí 2022 f.h. Sólskóga þar sem sótt er um afslátt af gatnagerðargjöldum fyrir nýtt aðstöðuhús eða að húsið fái sérlóð án kvaðar um að það verði fjarlægt við lok leigutíma.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð hafnar því að byggingin fái sérlóð. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um afslátt af gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

8.Hámarkshraði gatna í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2022042336Vakta málsnúmer

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar er miðað við að hámarkshraði Hólabrautar, Laxagötu, Smáragötu, Geislagötu, Bankastígs og Túngötu milli Gránufélagsgötu og Bankastígs sé 30 km/klst en hann er í dag 50 km/klst.
Skipulagsráð samþykkir að hámarkshraða í umræddum götum verði breytt til samræmis við gildandi deiliskipulag og leggur áherslu á að settar verði upp viðeigandi merkingar.

Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku breytinga á umferðarhraða í B-deild Stjórnartíðinda að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í samræmi við 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

9.Hjólasamgöngur á Akureyri

Málsnúmer 2022100284Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um hjólasamgöngur á Akureyri. Skýrslan er unnin út frá niðurstöðun netkönnunar sem send var út í september sl.

10.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030533Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög skipulagsfulltrúa að breytingum á Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 4. maí sl.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram endanlega tillögu að endurskoðuðum reglum á næsta fundi ráðsins þann 26. október nk.

11.Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (uppbygging innviða) - 144. mál

Málsnúmer 2022100108Vakta málsnúmer

Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dagsett 3. október sl. þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.

Umsagnarfrestur er veittur til 17. október nk.
Skipulagsráð gagnrýnir þann skamma frest sem veittur er til umsagnar, eða tvær vikur. Um er að ræða stórt stefnumörkunarmál sem varðar uppbyggingu grunn innviða á landinu og þyrfti að leggja fyrir á fleiri nefndarstigum.

Skipulagsráð leggur áherslu á að farið verði eftir þeirri stefnu stjórnvalda að við uppbyggingu og endurnýjun flutningskerfis raforku verði meginkosturinn jarðstrengir og að stefnu stjórnvalda verði fylgt, sem segir að línulagnir í þéttbýli skuli vera lagðar í jörðu.

Umræðu um málið er vísað til bæjarstjórnar.

12.Áhrif óveðurs 2022

Málsnúmer 2022091354Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 4. október 2022:

Rætt um áhrif óveðurs á innviði og atvinnulíf á Akureyri. Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir. Í umræðum tóku til máls Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri. Bæjarstjórn felur skipulagsráði og umhverfis- og mannvirkjaráði að leggja fram tillögu um með hvaða hætti best sé að kortleggja helstu áhættuþætti vegna loftslagsbreytinga og leiðir til aðlögunar. Horft verði sérstaklega til hækkunar yfirborðs sjávar, úrkomu og flóða, ofsaveðurs og fárviðris, lífríkis og gróðurfars. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að framkvæmdum við land- og sjóvarnir við Akureyri verði flýtt eins og kostur er og að unnin verði sérstök viðbragðsáætlun vegna mögulegra flóða. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fylgja málunum eftir.
Umræðu frestað til næsta fundar.

13.Goðanes 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi - nýr byggingarreitur

Málsnúmer 2022100178Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. P3 fasteigna sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Goðanes. Breytingin gerir ráð fyrir viðbótar byggingarreit og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,30 í 0,37.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Njarðarnesi 2 og 4 og umsagna Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar leitað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022100088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2022 þar sem Kista byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir erindið.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Stofnstígur - breyting á deiliskipulagi Höepfnersbryggju

Málsnúmer 2022061610Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi lauk þann 9. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Eyjafjarðarsveit, Umhverfisstofnun og Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 11:49.