Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 7. júlí 2021:
Hólmar Erlu Svansson kynnti, fyrir hönd stjórnar Þekkingarvarða ehf., erindi dagsett 27. júní 2021 um uppbyggingu á þekkingarþorpi á svæði sem í deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði C, svæði til framtíðaruppbyggingar.
Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Hólmari og Elvu fyrir kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu svæðisins en vísar umfjöllun um lóðamál til bæjarráðs.
Hólmar Erlu Svansson stjórnarformaður Þekkingarvarðar ehf. og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslulsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.